Þetta er vinsælasta þemað í barnaafmælum landsins

Er barnaafmæli framundan?
Er barnaafmæli framundan? Ljósmynd/Pexels/Vlada Karpovich

Barnaafmælum fylgir iðulega mikil spenna og stuð. Langflestir vilja að afmælisdagur barnsins síns sé eftirminnilegur og því er oft heilmikið lagt í skreytingar og kræsingar í tilefni dagsins. 

Algengt er að ákveðið þema sé valið fyrir barnaafmæli, en möguleikarnir eru endalausir og getur þemað verið allt frá því að vera ákveðinn litur yfir í dýrategund, teiknimyndapersónu eða íþrótt. 

Partíbúðin birti á dögunum TikTok-myndband þar sem þau opinberuðu hvaða þema væri vinsælast í barnaafmælum á Íslandi um þessar mundir. Það ætti líklega ekki að koma neinum á óvart sem á börn eða er mikið í kringum börn – vinsælasta þemað í barnaafmælum á Íslandi er teiknimyndafígúran Blæja og fjölskylda hennar. 

Blæja er áströlsk teiknimyndasería sem fór fyrst í loftið í október 2018. Í þáttunum er fylgst með daglegu lífi Hælbein fjölskyldunnar sem lendir í hinum ýmsu ævintýrum. 

Blæja, eða Bluey, hefur vakið mikla lukku víðsvegar um heiminn.
Blæja, eða Bluey, hefur vakið mikla lukku víðsvegar um heiminn. Ljósmynd/Wikipedia.org
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda