Auður Gísla og Elvar eiga von á barni

Auður Gísladóttir og Elvar Freyr Arnarsson eiga von á sínu …
Auður Gísladóttir og Elvar Freyr Arnarsson eiga von á sínu fyrsta barni saman. Skjáskot/Instagram

Auður Gísladóttir naglafræðingur á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Elvari Frey Arnarssyni, en hann á fyrir einn son.

Parið tilkynnti gleðifregnirnar í sameiginlegri færslu á Instagram. Með færslunni birtu þau fallega fjölskyldumynd á ströndinni þar sem Auður og Elvar halda á sónarmynd.

Auður hefur á undanförnum árum vakið athygli á Instagram fyrir flottar og frumlegar neglur sem hún gerir. Þá hefur hún einnig verið dugleg að deila ferðamyndum á miðlum sínum, en fyrr á árinu fóru þau Elvar til Balí og deildi Auður ferðasögunni í viðtali á ferðavef mbl.is. 

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda