Allt breyttist eftir að dóttirin kom í heiminn

Rapparinn Post Malone er þakklátur fyrir föðurhlutverkið.
Rapparinn Post Malone er þakklátur fyrir föðurhlutverkið. AFP

Rapparinn Post Malone elskar að vera pabbi. Hann opnaði sig nýverið um föðurhlutverkið og segir það hafa breytt lífi hans meira en hann hefði nokkurn tíma getað ímyndað sér. 

Malone er þekktur fyrir að halda einkalífi fjölskyldunnar fjarri sviðsljósinu, en hann hefur ekki enn opinberað nafn unnustu sinnar og dóttur. Þó hafa einhverjar sögusagnir verið á sveimi um að unnustan sé í raun æskuástin hans, Ashley Diaz. 

Þakklátur fyrir föðurhlutverkið

Í nýjasta þætti Sunday Morning sagði Malone frá föðurhlutverkinu og bætti því við að mæðgurnar hafi spilað lykilhlutverk í að lyfta hamingjunni og lífinu upp á næsta stig. 

„Fyrir fjórum árum var ég að feta ranga braut. Það var hræðilegt,“ sagði Malone eftir að hafa viðurkennt að hann hefði verið að glíma við mikinn einmanaleika á þessum tíma. Nú hefur rapparinn snúið blaðinu við og segir að líðan sín hafi aldrei verið betri. 

Hefur samið lag um dótturina

Rapparinn hefur meira að segja samið lag um dóttur sína sem heitir Yours og er væntanlegt á öllum helstu streymisveitum þann 16. ágúst næstkomandi. Hann segir að lagið sé um framtíðarbrúðkaup dótturinnar. 

„Þetta lag er mér afar kært. Ég sýndi klippu úr því á samfélagsmiðlum á feðradaginn og ég vona að þið eigið öll eftir að njóta lagsins í heild sinni,“ segir Malone. 

People

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda