„Ömmufang og ömmuhús er alltaf opið“

Guðrún er yndisleg amma.
Guðrún er yndisleg amma. Samsett mynd

Ef einhver er með meirapróf í ömmuhlutverkinu þá er það Siglfirðingurinn Guðrún Ásgerður Sölvadóttir. Hún á 13 barnabörn, tíu stúlkur og þrjá drengi, á aldursbilinu 9 til 26 ára og var aðeins 43 ára gömul þegar fyrsta barnabarnið kom í heiminn. 

Guðrún, jafnan kölluð Gunna, nýtur þess að eyða sem mestum tíma með barnabörnunum og passar að faðmurinn sé alltaf opinn og hurðin aldrei í lás.

Margir landsmenn, þá sérstaklega leikhúsunnendur, kannast án efa við andlit Guðrúnar, en hún hefur staðið vaktina í miðasölu Borgarleikhússins frá árinu 2008 og tekur ávallt fagnandi á móti öllum gestum og að sjálfsögðu með bros á vör.

Hér deilir Guðrún bestum ömmuráðum sínum með lesendum Fjölskyldunnar á mbl.is.

Mikilvægt að fylgjast með!

„Það skiptir máli að sýna fram á maður hafi áhuga. Ég fylgist vel með barnabörnunum og læt þau finna fyrir því að amma sé að fylgjast með. Þar spila samfélagsmiðlar stórt hlutverk, en barnabörnin mín eru búsett í Reykjavík sem og norðan heiða. Ég er því með reikning á öllum helstu samfélagsmiðlum og finnst það mjög gaman. Það heldur mér ungri og kúl.“

Guðrún segir mikilvægt að fylgjast vel með.
Guðrún segir mikilvægt að fylgjast vel með. Ljósmynd/Aðsend

Láta sjá sig!

„Mér finnst afar mikilvægt að mæta á keppnismót, uppskeruhátíðir, skólaslit, tónleika og skemmtanir og hvetja barnabörnin og sjá þau standa sig. Amma lætur sig aldrei vanta, ég mæti með góða skapið, stuðningsópið og lófaklappið.“

Dýrmætar samverustundir!

„Ömmufang og ömmuhús er alltaf opið!

Barnabörnin mín vita að þau eru alltaf velkomin. Við erum dugleg að eyða tíma saman og njótum þess að spila, elda og baka. Mér finnst ótrúlega gaman að baka með barnabörnunum og kenna þeim uppskriftir sem ég lærði í æsku. Ég nýt þess einnig að fara út í göngutúra og kynna þau fyrir fegurð óspilltrar íslenskrar náttúru og dýralífi. 

Guðrún elskar fátt meira en að verja tíma með fjölskyldunni.
Guðrún elskar fátt meira en að verja tíma með fjölskyldunni. Ljósmynd/Aðsend

Ekki vera gagnrýnin!

„Mér finnst mikilvægt að vera hlutlaus og gagnrýna ekki uppeldishætti foreldranna né það sem barnabörnin taka sér fyrir hendur. Það má ekki traðka á tám en ég er alltaf reiðubúin að hlusta og gefa góð ráð ef og þegar ég er beðin.“

Örva ímyndunaraflið!

„Í gegnum starf mitt í Borgarleikhúsinu hef ég fengið frábært tækifæri til þess að kynna barnabörnin mín fyrir töfrum leikhússins og íslensks menningarlífs. Það opnar augu barnanna og gefur þeim innsýn inn í ólíka heima. Ég er mjög þakklát fyrir það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda