Heiðdís og Hjálmtýr eignuðust stúlku

Heiðdís Lillýjardóttir í búningi Basel.
Heiðdís Lillýjardóttir í búningi Basel. Ljósmynd/Aðsend

Knatt­spyrnu­kon­an Heiðdís Lillýj­ar­dótt­ir og kær­asti henn­ar, Hjálmtýr Al­freðsson sál­fræðing­ur og hand­knatt­leiksmaður, eignuðust sitt fyrsta barn sam­an þann 14. ág­úst síðastliðinn. 

Parið til­kynnti gleðifregn­irn­ar í sam­eig­in­legri færslu á In­sta­gram, en með færsl­unni birtu þau fal­lega myndaröð af fæðing­ar­deild­inni. 

„Þann 14.08.24 upp­lifðum við fal­leg­ustu stund lífs okk­ar þegar litla full­komna dúll­an okk­ar kom í heim­inn,“ skrifuðu þau við mynd­irn­ar. 

Bæði á kafi í íþrótt­um

Heiðdís spilaði fyrst fót­bolta með Sel­fossi og síðar með Breiðablik frá ár­inu 2017 til 2022, en þá skrifaði hún und­ir samn­ing við sviss­neska knatt­spyrnuliðið Basel og flutti út í lok janú­ar 2023 og spilaði með liðinu í eitt ár. 

Hjálmtýr hef­ur spilað hand­bolta með meist­ara­flokki Stjörn­unn­ar frá ár­inu 2011, en hann er sál­fræðing­ur að mennt og setti ný­verið á lagg­irn­ar fyr­ir­tækið Hug­rænn styrk­ur ásamt fé­laga sín­um, knatt­spyrnu­mann­in­um og sál­fræðing­in­um Vikt­ori Erni Mar­geirs­syni, þar sem þeir bjóða upp á sál­fræðiaðstoð sem er sér­sniðin að íþrótta­fólki. 

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda