Katla upplifði að „þetta reddast“ ekki alltaf

Katla Hreiðarsdóttir eigandi verslunarinnar Systur og makar.
Katla Hreiðarsdóttir eigandi verslunarinnar Systur og makar. Ljósmynd/Úr einkasafni

Vin­kon­urn­ar Lydía Ósk og Gulla Bjarna eru um­sjón­ar­menn hlaðvarps­ins Í al­vöru talað! Gulla er förðun­ar­fræðing­ur, áhuga­leik­ari og tísku­áhuga­kona mik­il og starfar sem versl­un­ar­stjóri í Col­lecti­ons á Hafn­ar­torgi. Lydía er sál­fræðing­ur, jóga­kenn­ari og fyrirlesari. 

Í ellefta þætti hlaðvarpsins fá þær Kötlu Hreiðarsdóttur í viðtal. Katla er ein af þessum kjarnorkuverum sem lætur fátt stoppa sig. Hún rekur verslunina Systur og makar, hannar föt og á von á þriðja barninu í haust. Þegar það fæðist mun Katla vera með þrjú börn unir fjögurra ára aldri.

Lydía Ósk Ómarsdóttir og Gulla Bjarna hala úti hlaðvarpinu Í …
Lydía Ósk Ómarsdóttir og Gulla Bjarna hala úti hlaðvarpinu Í alvöru talað.

Lydía kynntist Kötlu í byrjun árs 2023 þegar hún bauð henni á streitunámskeiðið sitt Gott jafnvægi eftir að hafa séð það á Instagram-reikningi Kötlu hvað hún væri að glíma við mikla streitu. Lydía hafði áhyggjur af heilsufari hennar. 

„Ég elska að vera upptekin og hafa mikið að gera. Ég þrífst á þessu eins og svo margir Íslendingar. Segi þetta reddast og svona. En svo kemur að því að þetta reddast ekki lengur. Þá fer maður á námskeið hjá Lydíu,“ segir Katla í viðtalinu en þar kemur fram að hún hafði haft allt of mikið að gera í of langan tíma. Það var farið að hafa áhrif á heilsu Kötlu og líðan. Hún neyddist þá til þess að leita leiða til þess að minnka streituna og breyta forgangsröðun í lífi sínu.

Þegar Katla mætti í viðtalið hjá Lydíu og Gullu kom í ljós að hún var aftur á krossgötum og aftur komin í mjög mikið streituástand. 

„Ég hélt að ég væri bara útskrifuð og þyrfti ekki að hugsa um þetta meira, en svo er það bara ekki þannig,“ segir Katla.

„Verandi með þessa tvo litlu pjakka, tvö önnur eldri systkini sem eru börn Hauks, og öll önnur verkefni, þá er þetta orðið svolítið mikið. Það er farið að sjóða upp úr pottunum og maður skilur ekki af hverju maður er ekki með alla hluti hundrað prósent á hreinu og af hverju maður hefur ekki endalausan tíma fyrir sjálfa sig líka. Manni er sagt að fara í jóga og sofa vel en það er enginn tími. Svo lemur maður sig fyrir að komast ekki yfir allt og klára ekki allt af verkefnalistanum. Pressan er allt of mikil,“ segir Katla. 

Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelsson.
Katla Hreiðarsdóttir og Haukur Unnar Þorkelsson.

Hún segir frá því í þættinum hvað það kom henni mikið á óvart hvað lífið snarbreytist eftir barneignir. 

„Það kom á óvart að þetta væru ekki bara litlar púpur sem ég gæti haft á öxlinni. Þau hafa þarfir og skoðanir og álagið í lífinu eykst svo mikið. Þetta bara fattaði ég ekki. Ég hef glímt við ófrjósemi og misst fóstur. Ég er því rosalega þakklát fyrir börnin mín. En það að eiga börn hefur orðið til þess að ég get ekki gert allt það sama og ég gerði áður. Það er erfitt að geta ekki verið „superhuman“ og gert allt og staðið sig vel á öllum sviðum. Það er erfitt að horfast í augu við að þurfa að gefa afslátt einhvers staðar, að hætta einhverju. Að það sé ekki lengur hægt að gera allt. En börnin mín eiga skilið að ég sé til staðar fyrir þau og að ég hugsi vel um þau. Ég er því núna um þessar mundir að endurskoða forgangsröðunina mína í lífinu og gera breytingar,“ segir Katla. 

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda