Svona hjálpar húmorinn í uppeldinu

Þrjár kynslóðir af húmor.
Þrjár kynslóðir af húmor. Ljósmynd/Alena Darmel/Pexels

Að ala upp barn er ekkert grín en nýjustu rannsóknir hafa sýnt fram á að góðir foreldrar grínist með börnunum sínum. Að gefa börnum sínum mikla ást og umhyggju spilar að sjálfsögðu lykilhlutverk í að mynda mikilvæg tengsl við barnið sem endast fram á fullorðinsárin, en hlátur og húmor er sagður auka líkurnar á þessum tengslum til muna. 

„Húmor getur kennt fólki að vera sveigjanlegt, losa streitu og leysa vandamál á skapandi hátt og með þrautseigju,“ segir Benjamin Levi, höfundur rannsóknarinnar July studdy sem var birt þann 12. ágúst síðastliðinn. 

Húmor í æsku hefur jákvæð áhrif á fullorðinsárum

Þátttakendur í rannsókninni voru 312 talsins og á aldrinum 18 til 45 ára. Niðurstöður leiddu í ljós að húmor hefur ekki aðeins jákvæð áhrif á samband fullorðinna einstaklinga við foreldra sína, heldur hefur hann einnig jákvæð áhrif á tengsl þeirra við sín eigin börn. 

„Yfir helmingur þátttakenda sagðist hafa alist upp með foreldrum sem notuðu húmor í uppeldinu og 71,8% voru sammála því að húmot geti verið áhrifaríkt uppeldistæki,“ kemur fram í niðurstöðunum. „Meirihluti þátttakenda sagðist nota eða ætla að nota húmor með börnunum sínum og telur að það geti haft fleiri kosti en galla.“

Þá kemur einnig fram að 50,5% af þeim sem ólust upp við húmor sögðust eiga gott samband við foreldra sína og 44% töldu foreldra sína hafa staðið sig vel í uppeldinu. Þá voru aðeins 2,9% þeirra sem ólust ekki upp við húmor sem sögðust eiga gott samband við foreldra sína og 3,6% töldu foreldrana ekki hafa staðið sig nógu vel í uppeldinu. 

New York Post

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál