Karl Filippus Svíaprins og eiginkona hans Soffía prinsessa eiga von á sínu fjórða barni.
Hjónin deildu gleðitíðindunum á vefsíðu sænsku konungsfjölskyldunnar í dag, mánudag.
Von er á barninu í febrúar á næsta ári.
Fyrir eiga hjónin, sem gengu í hjónaband árið 2015, þrjá syni, Alexander, Gabriel og Julian.