Fyrirsætan og ljósmyndarinn Jóndís Inga Hinriksdóttir og knattspyrnumaðurinn Hallgrímur Már Bergmann eiga von á öðru barni. Fyrir eiga þau dreng sem fæddist í janúarmánuði á síðasta ári. Verða því um það bil tvö ár á milli barnanna.
„Stóri bróðir á nýju ári,“ skrifa foreldrarnir undir mynd af syni sínum þar sem hann heldur á sónarmynd. Fjölskyldan er búsett á Akureyri og spilar Hallgrímur fótbolta með KA í Bestu deildinni. Jóndís er dugleg að deila myndum af fjölskyldulífinu og fallegu íbúðinni sem þau búa í.
Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju með fréttirnar!