Sonur Sigríðar Thorlacius orðinn þriggja ára

Sigríður Thorlacius eignaðist frumburðinn Markús Thorlacius 9. september 2021. Þessi …
Sigríður Thorlacius eignaðist frumburðinn Markús Thorlacius 9. september 2021. Þessi mynd var tekin í desember 2022. mbl.is/Ásdís

Söngkonan og tónlistarmaðurinn, Sigríður Thorlacius, fagnaði þriggja ára afmæli einkasonarins á dögunum. Sonurinn Markús Thorlacius Antonsson fæddist 9. september 2021 en Sigríður deildi mynd af feðgunum, Antoni Birni Markússyni og syninum af því tilefni. 

„Ég var ekk­ert að pæla mikið í því hvort mig langaði að eiga börn og hugsaði bara að ég myndi gera það seinna. Mamma eignaðist mig 43 ára og mér fannst ég bara hafa nóg­an tíma,“ sagði Sigríður í viðtali í Sunnudagsmogganum 2022. 

„Ég var að hlaupa á eft­ir „gigg­un­um” því ef maður seg­ir nei þá gríp­ur þau ein­hver ann­ar. Mér fannst aldrei tíma­bært að vera í sam­búð eða eign­ast börn. Ég bjó ein og vann á skrítn­um tím­um og var mikið úti að borða og átti skemmti­legt líf. En svo kom ást­in inn í líf mitt og ég er því­líkt þakk­lát fyr­ir það. Ég horfi ekki til baka með nein­um söknuði. Þetta eru eins og tveir ólík­ir ­kafl­ar,“ seg­ir hún og seg­ir lífið auðvitað hafa breyst mikið eft­ir að Markús litli fædd­ist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda