Þrettán hundruðasti rampurinn vígður á Bakkaborg

Gleðistund var á Bakkaborg í dag.
Gleðistund var á Bakkaborg í dag. mbl.is/Karítas

Í dag var mikill gleðidagur á leikskólanum Bakkaborg í Breiðholti þegar þrettán hundruðasti rampurinn í verkefninu Römpum upp Ísland var vígður.

Franek Gniewko Birski, 5 ára drengur á Bakkaborg, notar hjólastól og vígði rampinn að viðstöddum borgarstjóra, leikskólastarfsfólki og vinum.

Franek einbeitti sér þegar hann klippti á borðann.
Franek einbeitti sér þegar hann klippti á borðann. Skjáskot/Reykjavik.is

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, afhenti Franek blómvönd í tilefni vígslunnar og þakkaði Römpum upp Ísland verkefninu fyrir frábært starf.

„Það er mikilvægt að tryggja aðgengi allra hér í borginni, eins og aðstandendur Römpum upp Reykjavík hafa gert á undanförnum árum. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig þetta verkefni hefur komið Franek til góða hér á leikskólanum, og vil ég óska öllum hér á Bakkaborg til hamingju með áfangann,” sagði Einar.

Ágústa Amalía Friðriksdóttir leikskólastjóri sagði að þetta væri afar mikilvægur áfangi sem auðveldaði Franek aðgengi á leikskólalóðinni.

Börnin á Bakkaborg fylgdust að sjálfsögðu spennt með vígslunni og höfðu föndrað plakat í tilefni dagsins. Þau sungu svo þrjú lög og síðan var gestum boðið upp á köku, kaffi og djús.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri afhenti Franek blóm í tilefni dagsins.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri afhenti Franek blóm í tilefni dagsins. mbl.is/Karítas

Fyrsti rampurinn var tekinn í notkun í maí 2021

Á þessu ári hafa fjöldamargir rampar verið reistir í Reykjavík, má nefna um 100 innganga í leikskólum og 40 við grunnskóla auk innganga í fjölda framhaldsskóla og aðrar opinberar stofnanir.

Fyrsti rampurinn var tekinn í notkun í maí 2021. Upphaflega var stefnt að því að reisa þúsund rampa, en var svo tekin ákvörðun um að ganga enn lengra og reisa eitt þúsund og fimmhundruð rampa.

Athafnamaðurinn Haraldur Þorleifsson er hvatamaður verkefnisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda