Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýri

Tanja Ýr notar þægileg föt á meðgöngu.
Tanja Ýr notar þægileg föt á meðgöngu. Ljósmynd/Samsett

Áhrifavaldurinn Tanja Ýr Ástþórsdóttir á von á sínu fyrsta barni og nýtur þess að klæðast flottum og þægilegum fötum. 

Á meðgöngu minnkar fataskápurinn mjög mikið og oftast eru sömu flíkurnar í notkun. Fötin á þessum tíma verða einnig að vera þægileg, sérstaklega þegar farið er að síga á seinni hlutann.

Steldu stílnum af Tönju Ýri með víðri hvítri skyrtu eða þröngum bómullarkjól sem verður þín uppáhaldsflík.

Hvít skyrta og gallabuxur

Hvít bómullarskyrta er líklega ein af þeim flíkum sem flestir eiga í fataskápnum. Það er engin ástæða til að hvíla hana á meðgöngu og ef hún passar ekki yfir magann þá er ráð að hafa hana opna eins og Tanja gerir. 

Undanfarið hefur verið vinsælt að sýna bumbuna vel.
Undanfarið hefur verið vinsælt að sýna bumbuna vel. Ljósmynd/Instagram
Hvít skyrta frá ZÖRU, kostar 5.995 kr.
Hvít skyrta frá ZÖRU, kostar 5.995 kr.

Þröngur kjóll

Þröngir bómullarkjólar klæða ófrískar konur vel og slíkir kjólar eru einar af þeim flíkum sem margar konur eru í þann tíma sem engar buxur passa lengur. Þröngur kjóll í dökkbrúnum lit með brúnni yfirhöfn passar vel saman og hann verður þægilegur í haust.

Það er mikið notagildi í þröngum teygjanlegum kjólum fyrir óléttar …
Það er mikið notagildi í þröngum teygjanlegum kjólum fyrir óléttar konur. Ljósmynd/Instagram
Kjóll frá Ginu Tricot og kostar 7.395 kr.
Kjóll frá Ginu Tricot og kostar 7.395 kr.



Kápa frá Ganni, fæst í Andrá og kostar 89.900 kr.
Kápa frá Ganni, fæst í Andrá og kostar 89.900 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda