Katla Hreiðarsdóttir fatahönnuður og eigandi fyrirtækisins Systur og makar eignaðist þriðja soninn í dag 20. september með eiginmanni sínum, Hauki Þorkelssyni. Sonurinn kom í heiminn klukkan 11.33 í dag og heilsast móður og barni vel. Katla hefur upplifað ýmislegt í sínum fæðingum eins og að fæða son á baðherbergisgólfinu árið 2022 en hjónin hafa eignast þrjú börn á sex árum.
„20.09.24 Daðlan mætt í heiminn! Alvöru pungsi með alvöru pungsa eins og restin af pungsunum mínum! Kristbjörg hreyfði við belgnum í fyrradag og aftur í gær, var komin með 5 í útvíkkun og náði enn einni yndislegri gorma sundferð með eldri spottunum! Slímtappinn fór líka í gærkvöldi og verkir hófust í framhaldinu og ágerðust í nótt, ég var svo komin með reglulegar hríðar um 05:30 og uppúr 06:00 voru um 5 mín á milli,“ segir Katla í færslu á Instagram síðu sinni.
Hún segir frá því að eldri sonum hennar hafi verið skutlað í leikskólann í morgun og að hún hafi náð einni lokamynd af sér, eiginmanni sínum og tveimur eldri sonunum í morgun áður en þriðji sonurinn bættist í hópinn.
„Við vorum komin inn á herbergi á Landsspitalanum um 09:00 og ég fagnaði gasinu innilega! Það var það eina sem ég virkilega saknaði í heimafæðingunni hjá Össuri. Kristbjörg mætti rétt á eftir okkur en ég fékk extra flotta þjónustu og hún fylgdi okkur inn og í gegnum þetta allt! Guðdómleg, róleg og skilningsrík með endalausa reynslu!
Hann snéri ekki nógu hentuglega svo ég var látin snúa mér á alla kanta, spretthlaupastaða, polar bear, læst hliðarlega og á fjórum.. Um 11:15 hefjast hríðarnar ansi harkalegar alveg þannig að keyrt var á rembing og hann var mættur 11:33. Þetta var ný aðferð. Ég fæddi hann á fjórum, hann var með naflastrenginn tvívafinn um fótinn en mætti með látum, oggu blár og málin eru: 52cm 4177gr og 35 höfuð.
Smá blæðing en ekkert alvarlegt, engin þörf á neinum saumum eða lagfæringum, legið að jafna sig hratt og stuttu seinna töltum saman við af fæðingardeild á sængurlegudeild þar sem við höfum verið að chilla og dorma síðan, borða mikið enda loks magapláss f mat og svo fengum yndislega heimsókn frá Önnu ljósu,“ segir hún.
Katla segir að þetta hafi verið hraðasta og þægilegasta fæðing sem hún hafi upplifað.
mbl.is óskar Kötlu og Hauki til hamingju með þriðja soninn!