„Segðu að amma þín sé Edda „fokking“ Björgvins“

Húmorinn er ávallt í forgrunni hjá Eddu Björgvinsdóttur.
Húmorinn er ávallt í forgrunni hjá Eddu Björgvinsdóttur. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Edda Björgvinsdóttir er fjögurra barna móðir og margra barna amma og lumar að sjálfsögðu á ýmsum góðum ráðum, uppfullum af húmor, einlægni og gleði.

Hér deil­ir hún fimm af sín­um bestu ömmuráðum.

  1. Elska þau í tætlur og finnast allar hugmyndir þeirra sérlega áhugaverðar.
  2. Elska þau enn meira og dekra þau í drasl. 
  3. Láta allt eftir þeim þegar þau eru í heimsókn (svo fremi að þau séu ekki beinlínis í hættu) og muna að foreldrarnir sjá um uppeldið - ömmur skemmta. 
  4. Vitna linnulaust í langömmur og langalangömmur og rifja upp heilræði þeirra sbr. „Ekki fikta í naflanum þínum því þá detta af þér rasskinnarnar!“
  5. Hafa bullandi húmor fyrir þeim og grínast stanslaust (ég segi reglulega ef þau kvarta yfir stríðni eða leiðindum í skólanum: „Segðu að amma þín sé Edda „fokking“ Björgvins og ef þau abbast uppá þig þá kem ég og skalla þau!“)
Björgvin Franz Gíslason fékk kosti móður sinnar og föður, Gísla …
Björgvin Franz Gíslason fékk kosti móður sinnar og föður, Gísla Rúnars Jónassonar, í fæðingargjöf. Hér er hann með dætrum sínum. Ljósmynd/Úr einkasafni
Fjölskyldan á góðri stund.
Fjölskyldan á góðri stund. Ljósmynd/Úr einkasafni
Edda er ávallt brosandi í kringum barnabörnin.
Edda er ávallt brosandi í kringum barnabörnin. Ljósmynd/Úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda