Sindri stjörnukokkur eignaðist tvíburadrengi

Sindri Guðbrandur Sigurðsson.
Sindri Guðbrandur Sigurðsson. mbl.is/Árni Sæberg

Sindri Guðbrandur Sigurðsson, matreiðslumeistari og Kokkur ársins árið 2023, og unnusta hans, María Dögg Elvarsdóttir kennari, eignuðust á dögunum tvíburadrengi. Fyrir eiga þau soninn Eron Frosta sem er fimm ára gamall.

Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á Instagram og birti mynd af nýjustu fjölskyldumeðlimunum.

„20.09.24,” skrifaði parið við myndina.

Sindri og María tilkynntu um stækkun fjölskyldunnar í apríl og greindu frá kynjum barnanna mánuði síðar. 

Þrátt fyrir ungan aldur er Sindri einn færasti matreiðslumaður landsins. Í janúar heldur hann út til Lyon í Frakklandi, en þar mun hann taka þátt í stærstu og virtustu matreiðslukeppni í heimi, Bocu­se d'Or.

Smartland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál