Sindri Guðbrandur Sigurðsson, matreiðslumeistari og Kokkur ársins árið 2023, og unnusta hans, María Dögg Elvarsdóttir kennari, eignuðust á dögunum tvíburadrengi. Fyrir eiga þau soninn Eron Frosta sem er fimm ára gamall.
Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á Instagram og birti mynd af nýjustu fjölskyldumeðlimunum.
„20.09.24,” skrifaði parið við myndina.
Sindri og María tilkynntu um stækkun fjölskyldunnar í apríl og greindu frá kynjum barnanna mánuði síðar.
Þrátt fyrir ungan aldur er Sindri einn færasti matreiðslumaður landsins. Í janúar heldur hann út til Lyon í Frakklandi, en þar mun hann taka þátt í stærstu og virtustu matreiðslukeppni í heimi, Bocuse d'Or.
Smartland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju!