„Biðjumst fyrirgefningar þegar mistök eiga sér stað“

„Það fyrsta sem mér dettur í hug er að styrkja …
„Það fyrsta sem mér dettur í hug er að styrkja barnið,“ segir Elísabet Guðmundsdóttir, flugfreyja og meistaranemi í hagnýtri atferlisgreiningu. Ljósmynd úr einkasafni

Elísabet Guðmundsdóttir, flugfreyja og meistaranemi í hagnýtri atferlisgreiningu, er búsett í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Elísabet er gift Agli Björgvinssyni húðflúrara og listamanni og saman eiga þau tvö börn. Þau hafa í nógu að snúast því auk þess að sinna bæði fullu starfi framleiða þau ilmkertalínu úr sojavaxi, ilmsprey og ilmstangir undir nafninu E-design. Lífshamingjan felst þó aðallega í foreldrahlutverkinu og hægt er að segja að Elísabet sé skapandi í móðurhlutverkinu.

Hún deilir hér með lesendum nokkrum af sínum uppeldisráðum.

„Rannsóknir hafa sýnt fram á að samverustundir eru það jákvæðasta …
„Rannsóknir hafa sýnt fram á að samverustundir eru það jákvæðasta og besta forvörnin fyrir börn.“ Ljósmynd úr einkasafni

„Það fyrsta sem mér dettur í hug er að styrkja barnið,“ segir Elísabet. Hún bendir á að aldrei verði hægt að útrýma erfiðum umhverfisþáttum eins og einelti. 

„En það sem við getum gert sem foreldrar er að styrkja sjálfsöryggi og sjálfsmynd barna okkar. Bjóða upp samtal, ef upp koma vandamál, gefa þeim tækifæri á að segja frá deginum, leiðbeina þeim og hvetja þau til að vera leiðtogar frekar en að taka þátt í stríðni eða neikvæðum atburðum.“ Þá sé mikilvægt að barnið viti af því að það geti leitað til foreldris öllum stundum.

Elísabet leggur áherslu á að það þurfi aðeins eitt barn til að hafa áhrif og stöðva einelti og geri það með því að stíga fram og sýna hugrekki.

„Fræðum börn um einelti, hvað er að stríða eða skilja útundan og hvaða afleiðingar það hefur.“

„Við förum t.d oft í göngu að leita af óskasteinum …
„Við förum t.d oft í göngu að leita af óskasteinum og förum með Þá heim til þess að mála þá.“ Ljósmynd úr einkasafni

Samverustundir besta forvörnin

„Rannsóknir hafa sýnt fram á að samverustundir eru það jákvæðasta og besta forvörnin fyrir börn,“ segir Elísabet og bætir því við að fullorðnir geti allt eins notað ímyndunaraflið eins og börnin. 

„Það þarf ekki að kosta handlegg. Við förum t.d oft í göngu að leita af óskasteinum og förum með þá heim til þess að mála þá.“

Í nútímasamfélagi þar sem símar og tölvur eru áberandi er gott að setja mörk um skjátíma barnanna og að forðast skjánotkun fyrir svefninn þar sem birtan frá skjánum hefur áhrif á melatonín framleiðsluna. 

„Ekki misskilja, ég elska sjálf að fá frið eins og þegar ég er að elda,“ segir Elísabet og að þá geti jafnvel verið gott að börnin fái að horfa á eitthvað á meðan.  

Elísabet bendir á að ást og umhyggja sé ekki síður …
Elísabet bendir á að ást og umhyggja sé ekki síður mikilvægt til að barn blómstri, þroskist og læri af umhverfinu sínu. Ljósmynd úr einkasafni

Svefnrútínan mikilvæg

„Ég er að skrifa meistararitgerðina mína um svefnþjálfun fyrir foreldra til að ná tökum á svefnvanda hjá börnum sínum. Rannsóknir sýna að börn sem hafa svefnrútínu fyrir svefn eiga auðveldara með að sofna á kvöldin og fá betri nætursvefn,“ og nefnir hún dæmi um að rútínan gæti verið á þessa leið: Róleg stund fyrir svefn, fara í bað, bursta og pissa, hlusta á róandi tónlist og lesa bók.

Rannsóknir sýna að börn sem hafa svefnrútínu fyrir svefn eiga …
Rannsóknir sýna að börn sem hafa svefnrútínu fyrir svefn eiga auðveldara með að sofna á kvöldin og fá betri nætursvefn. Ljósmynd úr einkasafni

Litlu hlutirnir skipta máli

„Einnig langar mig að vekja athygli á mikilvægi þess að börnin fái að stunda íþróttir. Hreyfingin er góð en börnin læra líka svo ótrúlega margt í hópíþrótt, t.a.m samskiptahæfni, mynda vinatengsl, félagsfærni og að fylgja fyrirmælum.“

Að auki nefnir Elísabet áhugann sem þarf að sýna börnum. Það þurfi að kenna þeim jákvæð samskipti.

„Með því sýnum við umhyggju og virðingu og á sama tíma kennum við börnunum að nota þessi hugtök sjálf.“

Leiðandi foreldri tekur virkan þátt í lífi barna og sýnir lífi þeirra áhuga. En foreldrar eru ekki fullkomnir og geri vissulega mistök.

„Biðjumst fyrirgefningar þegar mistök eiga sér stað. Þannig læra börn að biðja fyrirgefningar sjálf. Foreldrar þurfa vera fyrirmyndir í einu og öllu.“

Að lokum bendir hún á mikilvægi næringar fyrir eðlilegan þroska og vöxt barnsins en að ást og umhyggja sé ekki síður mikilvægt til að barn blómstri, þroskist og læri af umhverfinu sínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda