Nýbakaðir foreldrar á Austurlandi fá gjafir

Bergrún Ósk Ólafsdóttir og Gunnar Jónsson bæjarritari Fjarðarbyggðar.
Bergrún Ósk Ólafsdóttir og Gunnar Jónsson bæjarritari Fjarðarbyggðar. Samsett mynd

Nýbakaðir foreldrar í Fjarðarbyggð þurfa ekki að óttast bleyjuskort og fleira því nú hefur Kjörbúðin sem er í eigu Samkaupa í samstarfi við sveitafélagið Fjarðarbyggð tekið höndum saman.

„Fjarðabyggð er stolt af því að fá að taka þátt í þessu verkefni með Samkaupum og vera þar með fyrsta sveitarfélagið til þess. Fjarðabyggð er barnvænt sveitarfélag þar sem börn komast í leikskóla eftir fyrsta aldursár og viljum við gera vel á fyrstu vikum barns með því að létta undir og stuðla að jákvæðri upplifun meðal nýbakaðra foreldra,” segir Haraldur Líndal Haraldsson, upplýsingafulltrúi á skrifstofu bæjarstjóra Fjarðabyggðar.

Vöggugjöfin inniheldur nauðsynjavörur fyrir fyrstu vikurnar í lífi barns og foreldra, svo sem bleyjur, blautþurrkur, bossakrem, snuð, lekahlífar, brjóstakrem, barnaolíu og bómull. Hugmyndin að vöggugjöf Kjörbúðarinnar byggir á barnsburðarpökkum af svipuðum toga sem þekkjast víða erlendis og innihalda nauðsynjavörur fyrir nokkrar vikur og allt upp í fyrstu mánuðina í lífi barns.

Slíkar vöggugjafir hafa notið mikilla vinsælda þar sem þær eru í boði og að sama skapi hlotið töluverða athygli hér á landi.

„Kjörbúðin rekur verslanir í flestum bæjum sem tilheyra sveitarfélaginu, eða þrjár talsins; á Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Neskaupstað.Vöggugjöfin er okkar framlag til þess að bjóða nýjustu íbúa Fjarðabyggðar velkomna í heiminn. Við vitum að það er að mörgu að huga fyrstu vikurnar í lífi barns og okkur finnst auðvitað dásamlegt að geta létt undir með fjölskyldum með þessum hætti. Við höfum í gegnum tíðina átt í góðu samstarfi við Fjarðabyggð, og það er frábært að taka þetta stóra skref saman,“ segir Bergrún Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og samfélagsmála hjá Samkaupum.

„Við viljum að íbúum í nágrenni Kjörbúða líði vel og upplifi öryggi með aðgengi að nauðsynjavörum. En við erum oftar en ekki eina verslunin í þeim bæjum þar sem við störfum og leggjum alltaf höfuðáherslu á að sinna því hlutverki vel, ekki einungis sem matvöruverslun, heldur einnig sem þátttakandi í samfélaginu. Því finnst okkur dýrmætt að fá að styðja við vaxandi fjölskyldur í okkar næsta nágrenni og vonum að gjöfin komi að góðum notum,” bætir Bergrún við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda