Gulli Helga í skýjunum með nýja afabarnið

Gulli tekur sig vel út í afahlutverkinu.
Gulli tekur sig vel út í afahlutverkinu. Skjáskot/Instagram

Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, eignaðist afabarn á dögunum. Dóttir hans, Díana Sif Gunnlaugsdóttir þroskaþjálfi, fæddi dreng í lok september.

Gunnlaugur birti einstaklega fallega mynd af sér með nýja fjölskyldumeðliminn í fanginu á Instagram-síðu sinni nýverið og er greinilegt að hann er himinlifandi með nýja afadrenginn, sem er þriðja barnabarn hans og Ágústu Valsdóttur móttökuritara hjá Dea Medica.

Díana Sif, sem er einkadóttir hjónanna, og sambýlismaður hennar, Lárus Orri Jóhannsson, eiga dreng fæddan í júní 2020 og elsti sonur Gunnlaugs, Helgi Steinar Gunnlaugsson uppistandari, á einnig ungan son.

Árið hefur verið afar viðburðarríkt hjá Gunnlaugi og Ágústu. Hjónin kvöddu Breiðholtið eftir áratuga búsetu og fluttu yfir í Garðabæinn, en þau festu kaup á einbýlishúsi á einni hæð nýlega.

View this post on Instagram

A post shared by Gulli Helgason (@gullihelga)

Smartland óskar Gunnlaugi og fjölskyldu hjartanlega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda