Fjölmiðlastjarnan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Sigurgeirsson verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík eignuðust son í síðustu viku. Fæðingin tók á og var drengurinn tekinn með bráðakeisaraskurði.
Parið greindi frá því á félagsmiðlum.
„Fyrir viku síðan kom þessi fallegi drengur til okkar. Eftir erfiðan bráðakeisaraskurð og enn erfiðari klukkutíma þar sem við feðgar vorum aðskildir Eddu hefur þessi vika verið draumur. Frábært teymi kom henni saman aftur og öll erum við hress í dag. Stóri bróðir er fæddur í hlutverkið og kallar bróður sinn „Litló“,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni.
Parið eignaðist frumburð sinn árið 2020 og eru fjögur ár á milli drengja. Ástin kviknaði hjá Ríkissjónvarpinu þar sem Edda Sif og Vilhjálmur störfuðu saman.
https://www.mbl.is/smartland/fjolskyldan/2024/04/11/edda_sif_og_vilhjalmur_eiga_von_a_barni/
Smartland óskar Eddu Sif og Vilhjálmi til hamingju með soninn og megi þeim farnast sem best!