Dóttir Ingólfs og Alexöndru komin með nafn

Ingólfur Þórarinsson og Alexandra Eir með dótturina Júlíu Eir sem …
Ingólfur Þórarinsson og Alexandra Eir með dótturina Júlíu Eir sem fékk nafn um helgina. Ljósmynd/Instagram

Kærustuparið Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður, Ingó veðurguð, og Alexandra Eir Davíðsdóttir förðunarfræðingur eignuðust dóttur 31. ágúst. Nú hefur sú stutta fengið nafnið Júlía Eir og fagnaði fjölskyldan því um helgina. 

Júlía Eir er annað barn þeirra en fyrir eiga þau soninn Þórarinn Ómar sem fæddur er 2022. Það er því nóg að gera hjá vísitölufjölskyldunni. 

Parið hnaut um hvort annað fyrir um þremur árum en Smartland sagði frá því sumarið 2021 að ástarblossi hafi kviknað á milli Ingó og Alexöndru. Síðan þá hefur lífið fært þeim ýmsar áskoranir og ríkulegan ávöxt. 

Smartland óskar parinu til hamingju með nafnið á dótturinni! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda