Amma leitar ráða vegna ofþyngdar barnabarns

Amma hefur áhyggjur af 14 ára barnabarni sínu sem hreyfir …
Amma hefur áhyggjur af 14 ára barnabarni sínu sem hreyfir sig lítið og fer mikið í sjoppuna. Getty Images/Unsplash

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún póst frá ömmu sem hefur áhyggjur af holdafari barnabarns síns. 

Sæl Tinna. 

Ég er amma 14 ára stúlku sem er hávaxin en er orðið afar feit. Hún komin í konu stærð 18 til 20 og er rúm 80 kíló. Mamma hennar reynir að passa að hún fái heilsusamlegt fæði en stúlkan á afmælis peninga og getur keypt sér það sem hún vill. Við viljum ekki að hún skammist sín fyrir líkama sinn. Það er búið að senda hana í ýmsar íþróttir og sund, en hún neitar að fara. Stúlkan er alltaf með afsakanir að henni sé illt einhversstaðar og geti ekki hreyft sig. Hún er löt að eðlisfari og vill bara hanga í tölvu, sjónvarpi eða síma. Hvað er til raða?

Kveðja, 

amma 

Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda.
Tinna Rut Torfadóttir sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda.

Sæl amma

Það sem þið getið gert er að stuðla að heilbrigðum lífsstíl á jákvæðan hátt, vera góðar fyrirmyndir fyrir hana og hvetja hana til að finna sér hreyfingu sem veitir henni ánægju. Það þýðir ekkert að senda hana í einhverjar íþróttir ef hún hefur ekki áhuga á því. Það er til einskins. Reynið að fá frá henni hvað henni finnst skemmtilegt að gera annað en að vera í skjátækjum.

Hreyfing getur verið svo fjölbreytt en mikilvægast er að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er að fara út í göngutúr, út að hjóla eða æfa fótbolta af kappi.

Þá er nauðsynlegt að henni séu sett mörk varðandi skjánotkun og það að fara út í sjoppu með afmælispeninginn sinn og kaupa sér það sem hana langar til. Allt í góðu að leyfa það af og til, en mikilvægt er að grípa inn í ef sjoppuferðirnar eru farnar að vera daglegt brauð og hluti af hennar lífsstíl.

Ef þið hafið verulega áhyggjur af holdafari hennar og þyngd, þá mæli ég með því að þið leitið til heimilislæknis og ræðið við hann. Ýmis úrræði eru fyrir börn í ofþyngd, eins og t.d. Heilsuskóli Barnaspítalans. En í Heilsuskólanum er fjölskyldum kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun og viðhalda breytingum ásamt því að bæta lífsgæði til lengri tíma. Heilsuskólinn er fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra. Tilvísun í Heilsuskólann þarf að berast frá heimilislækni. Inn á vefslóð Heilsuskólans má einnig finna ýmsan fróðleik. 

Þá gæti einnig verið gagnlegt fyrir stúlkuna að fara til sálfræðings í samtalsmeðferð. Þar sem sálfræðingurinn myndi kortleggja betur hennar líðan og hún fengi tækifæri til þess að tjá sig við óháðan aðila. 

Bestu kveðjur,

Tinna 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Tinnu spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda