Þráði að eignast barn með Hafþóri

Aníta Briem gengur með sitt annað barn.
Aníta Briem gengur með sitt annað barn. mbl.is/Anton Brink

Aníta Briem er komin 36 vikur á leið en fyrir á hún dótturina Míu sem er 10 ára. Hún sagði frá því í forsíðuviðtali á Smartlandsblaðinu að hún og Hafþór Waldorff, kærasti hennar, hafi þráð að eignast barn saman. 

„Við höfum verið ótrúlega lánsöm. Þrá okkar Hafþórs eftir að eignast barn saman kviknaði mjög snemma og eftir að hafa reynt í nokkra mánuði og af því að ég er komin yfir fertugt hófum við glasafrjóvgunarferli, sem tókst svona vel. Við vitum hversu heppin við erum og einkennist meðgangan af einskæru þakklæti.

Ég hef þrisvar undanfarið sett mig í hlutverk kvenna sem hafa glímt við ófrjósemi, í tilfelli Steinunnar í fyrstu seríu, en þau Benedikt höfðu verið að reyna lengi, Hildar í Villibráð og svo í tilfelli Unnar í Svari við Bréfi Helgu. Ég hef rannsakað þetta mikið sem og heyrt sögur kvenna og para í þessu ferli. En að hafa upplifað þetta persónulega hefur dýpkað allt. Skerpt staðfestu á hvað skiptir máli í lífinu. Við Hafþór höfum núna verið að gera upp íbúð í Vesturbænum sem fer að verða tilbúin og við hlökkum til að taka á móti litlum unga í nóvember,“ segir hún.

Mæðgurnar Mía Aníta Briem Paraskevopoulou og Aníta Briem.
Mæðgurnar Mía Aníta Briem Paraskevopoulou og Aníta Briem.

Var ráðlagt að halda óléttunni leyndri 

Hvernig er öðruvísi að ganga með barn í dag en þegar þú eignaðist frumburðinn?

„Líkamlega líður mér eiginlega betur en á fyrstu meðgöngu. Þegar ég gekk með Míu, núna 10 ára dóttur mína, bjó ég í Los Angeles og fékk að heyra það frekar skýrum orðum að þegar ungar leikkonur yrðu barnhafandi fyndist bransanum eða karlmönnunum sem keyrðu bransann að þær misstu einhvern veginn kynþokkann og æskuljómann. Mér var ráðlagt að hafa hljótt um meðgönguna og vera ekkert að tala mikið um það að vera orðin móðir. Bara að segja þetta upphátt stingur mig í hjartað því þetta er svo mikið bull og vitleysa. Mér finnst þetta eitt það fallegasta, kynþokkafyllsta og stórbrotnasta sem ég hef gert í lífinu. Þess vegna er yndislegt að vera núna á Íslandi þar sem ég hef virkilega getað notið meðgöngunnar,“ segir Aníta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda