Verður brátt tveggja barna móðir

Jennifer Lawrence er ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood.
Jennifer Lawrence er ein eftirsóttasta leikkonan í Hollywood. Ljósmynd/AFP

Bandaríska Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence á von á barni með eiginmanni sínum, listaverkasalanum Cooke Maroney. Hjónin, sem giftu sig árið 2019, eiga fyrir hinn tveggja ára gamla Cy sem fæddist í febrúar 2022.

Kynningarfulltrúi Lawrence staðfesti gleðitíðindin í samtali við tískutímaritið Vogue eftir að það sást til leikkonunnar yfirgefa veitingastað í Los Angeles með ört stækkandi óléttukúlu.

Lawrence, 34 ára, hefur sjálf ekki tjáð sig opinberlega um óléttuna.

Leikkonan, sem hreppti Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Silver Linings Playbook árið 2012, reynir eftir bestu getu að halda einkalífi sínu frá sviðsljósinu og mætir gjarnan einsömul eða ásamt móður sinni á viðburði tengda Hollywood.

View this post on Instagram

A post shared by Vogue (@voguemagazine)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda