Sunneva Eir hjálpaði vinkonu sinni í gegnum fæðingu

„Bestís.“
„Bestís.“ Samsett mynd

Sunneva Eir Einarsdóttir, samfélagsmiðla- og hlaðvarpsstjarna, var bestu vinkonu sinni, Jóhönnu Helgu Jensdóttur, innan handar þegar hún eignaðist annað barn sitt í september.

Sunneva Eir deildi fallegu myndskeiði á Instagram-síðu sinni í morgunsárið og gaf fylgjendum sínum, sem telja hátt í 59.000, innsýn í tíma vinkvennanna á fæðingardeildinni.

Samfélagsmiðlastjarnan sinnti hlutverki sínu með stakri prýði, stóð á hliðarlínunni og peppaði Jóhönnu Helgu í gegnum sára hríðarverki, dekraði við hana er hún lá í sjúkrarúminu og fagnaði komu barnsins í heiminn. 

„Ef að þú ert að fæða, þá erum VIÐ að fæða,” skrifaði hún við færsluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda