Frítt í sund í vetrarfríinu

Mikið er um hrekkjavökuþema í haustfríinu enda hátíðin á næsta …
Mikið er um hrekkjavökuþema í haustfríinu enda hátíðin á næsta leyti. Colourbox/Anna Om

Dagana 24. - 28. október eru flestir skólarnir á höfuðborgarsvæðinu í haustfríi. Þá getur verið vandasamt að hafa ofan af fyrir ungviðinu en sé betur að gáð þá er ýmislegt í boði fyrir fjölskylduna þessa daga. 

Hægt er að finna skemmtilega og fjölbreytta dagskrá í haustfríinu fyrir bæði börn og fullorðna, í Hafnarfirði og Reykjavík.

Í dag, föstudag, er t.d. frítt í sund í Ásvallalaug, Suðurbæjarlaug og í Sundhöll Hafnarfjarðar. Í Hafnarborg verður hrekkjavöku-origami listasmiðja opin öllum milli 13:00 og 15:00.

Sund er vissulega fullkomin núvitund og eðal tími sem hægt er að njóta með börnunum þar sem engir fjölskyldumeðlimir eru með símann við höndina. 

Þá er að finna ýmislegt sér til dundurs á bókasafni Hafnarfjarðar, t.d. barmmerkjasmiðju, bíósýningu og ratleik. 

Ikea stendur fyrir vetrarfjöri í dag með nýrri og ævintýralegri vörulínu þar sem boðið er upp á alls kyns uppákomur og leiki; andlitsmálningu, Leikhópinn Lottu, lukkuhjól og fleira.

Í Reykjavík stendur Borgarbókasafnið fyrir miklu húllum hæi en ókeypis er inn á alla viðburði safnsins um helgina og fram til mánudags. Þema bókasafnsins er vissulega í anda hrekkjavökunnar og snúast viðurðirnir mikið um hrekkjavökuföndur og fleira skemmtilegt sem kætir krakkana.

Einnig er að finna ýmislegt spennandi á söfnum Reykjavíkur eins og á Árbæjarsafninu, Sjóminjasafninu, Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi.

Skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna í haustfríinu.
Skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna í haustfríinu. Skjámynd/Reykjavíkurborg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda