„Kormákur fékkst ekki samþykkt sem ættarnafn“

Baltasar Kormákur fékk ekki leyfi fyrir því að Kormákur væri …
Baltasar Kormákur fékk ekki leyfi fyrir því að Kormákur væri ættarnafn og því þurfti dóttir hans, Kilja Kormákur, að vera Baltasarsdóttir. AFP/Angela Weiss

Leikstjórinn Baltasar Kormákur Baltasarsson og myndlistarmaðurinn Sunneva Ása Weisshappel eignuðust dóttur 5. ágúst. Sagt var frá því á Smartlandi í gær að parið hefði þurft samþykki fyrir nafni dótturinnar sem heitir Kilja Kormákur og er Baltasarsdóttir. 

Faðir stúlkunnar, Baltasar Kormákur, sagði í samtali við Smartland að þau Sunneva hafi verið skyldug til að bæta Baltasarsdóttir við nafn stúlkunnar af Þjóðskrá. Ekki hafi gefist tími til að kæra þann úrskurð þar sem fjölskyldan var á leið til útlanda og þurftu vegabréf fyrir dótturina. 

Mál Kilju Kor­máks kom inn á borð manna­nafna­nefnd­ar 14. ág­úst og var úr­sk­urðað í mál­inu 3. sept­em­ber 2024. 

Í úr­sk­urðinum kem­ur fram að heim­ilt sé að samþykkja nýtt eig­in­nafn ef öll skil­yrði 5. gr. laga, nr. 45/​1996, um manna­nöfn sé upp­fyllt. Skil­yrðin eru:

  1. Eig­in­nafn skal geta tekið ís­lenska eign­ar­fallsend­ingu eða hafa unnið sér hefð í ís­lensku máli.
  2. Nafnið má ekki brjóta í bága við ís­lenskt mál­kerfi.
  3. Það skal ritað í sam­ræmi við al­menn­ar rit­regl­ur ís­lensks máls nema hefð sé fyr­ir öðrum rit­hætti þess.
  4. Eig­in­nafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafn­bera til ama.
Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel. Myndin var tekin í …
Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel. Myndin var tekin í vor þegar Sunneva gekk með Kilju Kormák.

Fékkst ekki samþykkt

„Kormákur fékkst ekki samþykkt sem ættarnafn en það var upphaflega hugmyndin. Ættarnafnslögin eru furðuleg á Íslandi. Kormákur er vissulega karlmannsnafn en það er leyfilegt að skíra stúlku karlmannsnafni ef það eru nafn númer tvö eins og fjölmörg vitni eru um. Það þurfti því ekki samþykki,“ segir Baltasar Kormákur í samtali við Smartland. 

Kilja Kormákur er ekki eina barn Baltasars Kormáks sem ber nafnið Kormákur.  

„Tveir af sonum mínum heita Kormákur,“ segir Baltasar og nefnir Pálma Kormák sem fór með hlutverk í Snertingu og Storm Jón Kormák sem komst inn í leiklistardeild Listaháskóla Íslands á dögunum og stundar þar nám. 

Það er þó ekki útséð um að Kormákur geti orðið ættarnafn ef marka má fyrri úrskurði mannanafnanefndar sem samþykkti Gnarr sem ættarnafn þegar Jón Gnarr og fjölskylda hans börðust fyrir því hér um árið. 

Hér er Stormur Jón Kormákur ásamt Haraldi Ara Stefánssyni og …
Hér er Stormur Jón Kormákur ásamt Haraldi Ara Stefánssyni og Sæunni Ólafsdóttur árið 2022. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Baltasar Kormákur, Unnur Backman og Pálmi Kormákur.
Baltasar Kormákur, Unnur Backman og Pálmi Kormákur. Ljósmynd/RVK Studios
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda