Bjarni orðinn afi í annað sinn

Ísak Ernir Kristinsson og Margrét Bjarnadóttir.
Ísak Ernir Kristinsson og Margrét Bjarnadóttir.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra deildi gleðifréttum í færslu á Facebook-reikningi sínum en hann varð afi í annað sinn í vikunni.

Er það elsta dóttir Bjarna, Margrét Bjarnadóttir, og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson, sem eignuðust sitt annað barn og fyrstu dóttur á þriðjudaginn.

Heilbrigð og falleg lítil stúlka

Sagði forsætisráðherrann stóra viku að baki og nefndi þar heimsókn Úkraínuforseta og norrænna forsætisráðherra, vel heppnað Norðurlandaráðsþing, ríkisstjórnarfundi, fjölmiðlaviðtöl, kappræður, foreldraviðtal og umræður um afurðasjóð Grindvíkinga á Alþingi.

„Ekkert af þessu skiptir þó miklu máli í samanburði við þær dásamlegu fréttir sem við fengum síðdegis á þriðjudag,“ skrifar Bjarni. 

„Þá eignaðist Margrét dóttir okkar heilbrigða og fallega litla stúlku. Þar með er ég orðinn tvöfaldur afi, hvorki meira né minna! Ég hlakka til að taka þátt í uppeldinu og fylgjast með henni vaxa og dafna.“

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar fjölskyldunni inni­lega til ham­ingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda