Ryan og Tanja Ýr greindu frá kyninu

Ryan Amor og Tanja Ýr Ástþórsdóttir eru búin að vera …
Ryan Amor og Tanja Ýr Ástþórsdóttir eru búin að vera eitt í þrjú ár. Ljósmynd/Instagram

Tanja Ýr Ástþórsdóttir, athafnakona og samfélagsmiðlastjarna, og sambýlismaður hennar, Ryan Amor, hermaður í breska hernum, hafa greint frá kyni ófædds barns síns.

Parið, sem er búsett í Manchester, tilkynnti gleðitíðindin með myndbandsfærslu á Instagram á sunnudag þar sem það sést opna konfettí-sprengju sem dreifir bláu glimmerskrauti upp um alla veggi. 

Tanja Ýr og Ryan hafa haft mörgu að fagna upp á síðkastið, en parið festi kaup á glæsilegu húsi í Manchester á síðasta ári, greindi frá óléttutíðindum í júlí og fagnaði þriggja ára sambandsafmæli sínu í september. 

Smartland óskar parinu hjartanlega til hamingju!

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda