Gunnhildarson kominn í heiminn

Gunnhildur giftist ástinni sinni Erin í janúar 2023 í Flórída. …
Gunnhildur giftist ástinni sinni Erin í janúar 2023 í Flórída. Þær voru báðar að plana bónorð en Gunnhildur varð fyrri til. Ljósmynd/Jeremy Reper

Hjónin og fótboltadrottningarnar, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Erin Katrina Mcleod, eignuðust son 19. október síðastliðinn. Ekki er búið að skíra þann stutta sem er nefndur Gunnhildarson í þjóðskrá. 

Gunnhildur fann ástina 2019 og sagði frá því í einlægu viðtali við Sunnudagsmoggann hvernig lífið hafi stækkað. 

Lífið stækkaði

„Ég kynnt­ist henni árið 2019 þegar besta vin­kona mín, sem spil­ar með kanadíska landsliðinu, kom okk­ur sam­an. Erin var þá í Svíþjóð og ég í Utah þannig að það var ótrú­lega langt á milli okk­ar, en allt í einu fékk ég skila­boð frá Erin. Al­veg frá fyrstu kynn­um náðum við svo vel sam­an og hún skellti sér í heim­sókn til mín. Eft­ir það varð ekki aft­ur snúið,“ sagði Gunn­hild­ur í viðtalinu. 

„Við gát­um talað enda­laust sam­an, erum með sömu áhuga­mál og sömu gild­in í líf­inu,“ seg­ir Gunn­hild­ur en þess má geta að með kanadíska landsliðinu hef­ur Erin unnið ólymp­íug­ull og -brons og farið á fjög­ur heims­meist­ara­mót. 

Hjónin giftu sig á Flórída í byrjun árs 2023. 

„Það var litla syst­ir mín, Ilm­ur, sem gifti okk­ur. Hún stal al­gjör­lega sen­unni, hún er fædd í þetta hlut­verk,“ sagði Gunnhildur í Sunnudagsmogganum.

Smartland óskar hjónunum til hamingju með litla Gunnhildarson! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda