Katrín Edda og Markus eignuðust dreng

Katrín Edda og Markus gengu í hjónaband í júlí í …
Katrín Edda og Markus gengu í hjónaband í júlí í fyrra. Skjáskot/Instagram

Katrín Edda Þor­steins­dótt­ir, verk­fræðing­ur og sam­fé­lags­miðlastjarna, eignaðist sitt annað barn í gær, fimmtu­dag, með eig­in­manni sín­um Markus Wass­er­baech. Fyr­ir eiga hjón­in dótt­ur­ina Elísu Eyþóru sem fagn­ar tveggja ára af­mæli sínu þann 17. des­em­ber.

Katrín Edda greindi frá komu barns­ins, sem er dreng­ur, á In­sta­gram-síðu sinni aðeins ör­fá­um klukku­stund­um eft­ir fæðing­una.

„Ég var hálfpart­inn í móki“

„Fæðing er það rosa­leg­asta sem ég hef gengið í gegn­um. Ég hélt ein­hvern veg­inn að fyrst ég færi sjálf af stað myndi allt verða aðeins... fyr­ir­sjá­an­legra held­ur en í fæðing­unni með Elísu Eyþóru en það var það sko al­deil­is ekki. Þegar ég hélt að ég væri með 1 í út­víkk­un fékk ég skyndi­lega þörf til að ýta, missti vatnið, út kom haus og í kjöl­farið búk­ur á litl­um kalli í superm­an stöðu með hönd und­ir kjálka. Allt á ca. 10 mín­út­um.

Ég viður­kenni að mér leið alls ekki vel eft­ir fæðing­una, hvorki lík­am­lega né and­lega. Ég var hálfpart­inn í móki eft­ir sjokkið og vissi varla á hvað ég væri að horfa þegar ég horfði á blá­an lík­amann á strákn­um mín­um á gólf­inu sem gaf ekki frá sér nokkuð hljóð fyrr en ljós­mæður höfðu nuddað hann, blásið í and­litið hans og hann rak loks upp gríðar­mikið ösk­ur," skrifaði hún meðal ann­ars við færsl­una. 

Katrín Edda hef­ur verið iðin við að deila lífi sínu á sam­fé­lags­miðlum og gaf fylgj­end­um sín­um góða inn­sýn í meðgöng­una yfir síðustu níu mánuði.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Katr­in Edda (@katr­in­edda)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda