Gísli Pálmi eignaðist dóttur

Rapparinn Gísli Pálmi er orðinn pabbi.
Rapparinn Gísli Pálmi er orðinn pabbi. mbl.is/Eggert

Gísli Pálmi Sigurðsson rappari eignaðist dóttur 23. júlí í sumar. Móðir stúlkunnar er Írena Líf Svavarsdóttir félagsráðgjafi. Vísir greindi frá þessu. 

Gísli Pálmi sló í gegn árið 2015 þegar hann gaf út samnefnda plötu en síðan þá hefur hann giggað með hinum og þessum í hinni íslensku tónlistarsenu. Eitthvað hefur hann verið með annan fótinn í Lundúnum en þegar hann er hérlendis býr hann í Skuggahverfinu. 

Faðir hans, Sigurður Gísli Pálmason, athafnamaður og eigandi IKEA á Íslandi, hefur keypt nokkrar íbúðir í húsinu og býr Gísli Pálmi í einni þeirra. 

Írena Líf er dóttir Rúnu Magdalenu Guðmundsdóttur eig­anda Hár­galle­rís á Lauga­veg­in­um. Rúna Magdalena var fyrirsæta á sínum yngri árum og ein af þessum skvísum sem eru alltaf óaðfinnanlegar til fara. 

Smartland óskar fjölskyldunni til hamingju með stúlkubarnið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda