Margrét og Ísak Ernir gáfu dóttur sinni nafn

Fjölskyldan á skírnardaginn.
Fjölskyldan á skírnardaginn. Skjáskot/Instagram

Margrét Bjarnadóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson, viðskiptafræðingur og körfuboltadómari, gáfu dóttur sinni nafn nú á dögunum. Stúlkan, sem kom í heiminn þann 29. október síðastliðinn, fékk nafnið Erla Margrét.

Margrét og Ísak Ernir greindu frá nafni stúlkunnar í sameiginlegri færslu á Instagram á mánudag.

„Skírn Erlu Margrétar,“ skrifuðu foreldrarnir við fallega fjölskyldumynd.

Margrét og Ísak Ernir hafa verið sam­an í nokk­ur ár en árið 2020 kom frumb­urður­inn Bjarni Þór í heim­inn. Hann er skírður í höfuð á móðurafa- og ömmu en það eru þau Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra og Þóra Mar­grét Bald­vins­dótt­ir inn­an­hús­ráðgjafi. 

Smartland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda