Hersir og Rósa eiga von á sínu fyrsta barni

Parið á von á sínu fyrsta barni í júlí.
Parið á von á sínu fyrsta barni í júlí. Skjáskot/Instagram

Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Rósa Kristinsdóttir, sérfræðingur í framtaksfjárfestingum hjá Vex, eiga von á sínu fyrsta barni í júlímánuði. 

Þetta tilkynnti Hersir í færslu á Instagram. Þar má meðal annars sjá mynd af storki og skrifar hann við færsluna: „Sáum storkinn í dag, sem er viðeigandi þar sem hann kemur til okkar í byrjun júlí.“

Hersir hefur starfað sem aðstoðarmaður Bjarna frá árinu 2020. Hann tók við starfinu af Svanhildi Hólm þegar hún var ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hersir er lögfræðingur og starfaði áður hjá LOGOS lögmannsstofu, sem fréttamaður hjá Stöð 2 og sem blaðamaður á Morgunblaðinu. 

Rósa er með meistarapróf í lögfræði og hefur starfað hjá Vex síðan árið 2022. Hún er ein stofnenda fræðsluvettvangsins Fortuna invest. 

Barnavefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda