Gunnar Smári lifir dauðann af

Gunnar Smári Jónbjörnsson er hér ásamt Lilju Kjartansdóttur og dóttur …
Gunnar Smári Jónbjörnsson er hér ásamt Lilju Kjartansdóttur og dóttur þeirra. Ljósmynd/Aðsend

Gunn­ar Smári Jón­björns­son er gest­ur Lydíu Óskar Ómars­dótt­ur og Gullu Bjarna­dótt­ur í hlaðvarp­inu Í al­vöru talað! Hann er sjúkraþjálf­ari, slökkviliðs- og sjúkra­flutn­ingamaður, mál­ari og einkaþjálf­ari sem hreyf­ir sig mikið og hef­ur iðulega mikið að gera. Þrátt fyr­ir þetta veikt­ist hann al­var­lega og mjög óvænt fyr­ir um ári síðan. Það tók hann lang­an tíma að vinna úr veik­ind­un­um en í dag er brjóst hans fullt af þakk­læti til þeirra sem hjálpuðu hon­um. 

„Ég var þreytt­ur en það hef­ur aldrei verið neitt að mér. Ég er mjög lán­sam­ur með það. Alltaf verið íþróttamaður og notað hreyf­ingu til þess að jafna mig á hlut­um. Þegar ég varð sjúkraþjálf­ari fékk ég meiri þekk­ingu á lík­am­an­um og gat alltaf fundið á lík­am­an­um þegar ég hafði farið út fyr­ir mörk­in mín og var of þreytt­ur. Ég gat alltaf brugðist við og gert við mig, hef alltaf hlustað á lík­amann minn. Ég get verið mjög dríf­andi og dug­leg­ur, en ég kann líka að stoppa,“ seg­ir hann. 

Gunn­ar Smári hneig niður á heim­ili sínu, var flutt­ur á spít­ala þar sem hann þurfti að fara í opna hjartaaðgerð í nóv­em­ber 2023.

„Á morgu­næf­ingu hafði ég fundið að ég var andstutt­ur og öðru­vísi en ég var van­ur. Vinnu­dag­ur­inn var lang­ur og þá fann ég ekk­ert. Þegar við Lilja vor­um ný­lögst upp í rúm um kvöldið fann ég eitt­hvað skrítið í brjóst­inu, rauk upp og sagði: „Hvað var þetta?“ og bað Lilju um að hringja á sjúkra­bíl. Ég ætlaði fram á bað að fá mér að drekka en datt þá út,“ seg­ir Gunn­ar Smári. 

Lydía Ósk Ómarsdóttir og Gulla Bjarna halda úti hlaðvarpinu Í …
Lydía Ósk Ómars­dótt­ir og Gulla Bjarna halda úti hlaðvarp­inu Í al­vöru talað.

Man ekki neitt

Hann man ekk­ert meira frá þessu kvöldi. Stuttu síðar komu þrír sjúkra­bíl­ar og einn lög­reglu­bíll á heim­ili Gunn­ar Smára. Ástandið var metið al­var­legt og var talið að hann hefði fengið hjarta­áfall. Hann var send­ur í hjartaþræðingu en þar kom í ljós að það var eitt­hvað óeðli­legt við ósæðina hjá hjart­anu. 

„Þegar Lilja og for­eldr­ar mín­ir koma inn á Hring­braut hitta þau hjartask­urðlækn­inn í and­dyr­inu sem seg­ir að Gunn­ar þyrfti í aðgerð á hjarta og að hann ætli að gera sitt besta og biður þau um að óska sér góðs geng­is,“ seg­ir Gunn­ar Smári.

Í aðgerðinni kom í ljós að það sem var að hrjá Gunn­ar Smára var ósæðaflysj­un þar sem ósæðin við hjartað hafði stækkað og var orðin jafn­stór og hand­bolti. Í aðgerðinni fór Gunn­ar Smári í hjarta­stopp og þurfti end­ur­lífg­un.

„Aðgerðin tók átta klukku­tíma og gekk vel. Lilja fékk að koma til mín þegar ég var kom­inn á gjör­gæslu­deild. Úr því þetta gerðist svona hratt var ákveðið að loka ekki skurðinum á bring­unni svo ég lá með gapandi bringu í nokkra daga. Mér er svo haldið sof­andi í viku,“ seg­ir hann. 

Áfall að veikj­ast al­var­lega

Gunn­ar Smári seg­ir að það hafi verið áfall fyr­ir hann og fjöl­skyld­una að hann skyldi veikj­ast. Hann lá í mánuð inni á spít­ala og fór svo í end­ur­hæf­ingu á Grens­ás. 

„Ég man eft­ir mér fyrst þegar var verið að und­ir­búa mig fyr­ir flutn­ing á Grens­ás. Ég vakna eins og maður vakn­ar á morgn­ana og er þá í blá­leitu her­bergi og skil ekk­ert hvað er í gangi. Ég sé skurðinn á bring­unni og spyr pabba, sem var hjá mér, hvað sé í gangi. Hann svar­ar því að það sé verið að flytja hann. En ég þurfti miklu meiri upp­lýs­ing­ar því ég vissi ekki neitt hvað hefði gerst,“ seg­ir Gunn­ar Smári og seg­ir að fólk­inu hans hafi fund­ist hann lík­ur sjálf­um sér. 

„Bróðir minn hafði svo gam­an af hömlu­lausa Gunn­ari Smára. Ég var á mörk­un­um að vera dóna­leg­ur við fólk og ég lét alls kon­ar óviðeig­andi hluti flakka,“ seg­ir hann og ját­ar að hann viti ekki hvers vegna hann muni ekki neitt frá þess­um tíma. Hann velt­ir því fyr­ir sér hvort það sé vegna sterkra verkjalyfja eða skemmda á heil­an­um sem hann fékk eft­ir veik­ind­in.

Við tók löng end­ur­hæf­ing á Grens­ás og Reykjalundi þar sem hann lærði að ganga aft­ur, að þjálfa fín­hreyf­ing­ar og að elda mat. Hann seg­ist vera mjög þakk­lát­ur fyr­ir fólkið sitt, lækn­ana, hjúkr­un­ar­fræðing­ana, sjúkraþjálf­ar­ana, sál­fræðing­ana og alla þá sem komu að end­ur­hæf­ingu hans.

Gunn­ari Smára finnst mik­il­vægt að tala um hversu flók­in end­ur­hæf­ing er eft­ir svona veik­indi og hvað bat­inn snýst um mikið meira en bara lík­am­lega heilsu. Hann upp­lifði skemmd­ir og breyt­ing­ar á heil­an­um eft­ir veik­ind­in sem komu meðal ann­ars fram í ákveðnu hömlu­leysi bæði í tali, en einnig í kaup­hegðun hans.

„Ég keypti alls kon­ar drasl á in­ter­net­inu. Verstu kaup­in voru risa­stór kassi sem kom frá Bretlandi og ég hafði ekki hug­mynd um hvað ég hefði keypt. Þá hafði ég keypt gaml­an lag­er af vinta­ge skyrt­um sem all­ar voru illa lykt­andi og í mis­mun­andi stærðum. Ég vissi ekk­ert hvað ég ætti að gera við all­ar þess­ar skyrt­ur,“ seg­ir hann og hlær.

Hér er Gunnar Smári í baðkarinu sem hann gróf í …
Hér er Gunn­ar Smári í baðkar­inu sem hann gróf í garðinum hjá sér á Akra­nesi í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Gróf baðkar í garðinum

Í miðjum kór­ónu­veirufar­aldri kom Gunn­ar Smári í viðtal á mbl.is og sagði frá baðkar­inu sem hann gróf í garðinum. 

„Ég er að opna sjúkraþjálf­un á Akra­nesi og fékk þetta baðkar gef­ins úr því húsi sem ég er að stand­setja. Mig langaði svo í kalt kar í garðinn minn til að fara í eft­ir æf­ing­ar og þarna náði ég að selja kær­ust­unni hug­mynd­ina, en hún var mikið á móti því. Ég náði að selja henni hug­mynd­ina með því að segja henni að þetta væri ekki bara kalt kar held­ur væri hægt að setja heitt vatn í karið líka,“ sagði Gunn­ar Smári í viðtal­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda