Build-A-Bear opnar um helgina

Börnin búa til sinn eigin persónulega bangsa hjá Build-A-Bear.
Börnin búa til sinn eigin persónulega bangsa hjá Build-A-Bear.

Build-A-Bear mun opna dyrn­ar að sín­um bangsa­heim á Íslandi í Hag­kaup Smáralind laug­ar­dag­inn 1. fe­brú­ar kl. 11. 

Build-A-Bear bangsa­verk­smiðjan gef­ur fólki kost á að eiga ein­staka upp­lif­un þar sem viðskipta­vin­ir geta búið til sinn eig­in per­sónu­lega bangsa. Eft­ir að bangs­inn hef­ur verið bú­inn til er hægt að klæða hann upp, en í versl­un­inni er frá­bært úr­val af fatnaði, skóm og auka­hlut­um fyr­ir bangs­ana.

Tákn­ræn og fal­leg upp­lif­un

„Það er mik­il spenna hjá okk­ur að geta boðið viðskipta­vin­um okk­ar uppá þessa fal­legu upp­lif­un sem fylg­ir Build-A-Bear. At­höfn­in við að út­búa bangs­ann er tákn­ræn og er von­andi minn­ing sem börn og fjöl­skyld­ur muna eft­ir í lang­an tíma á eft­ir. Við erum virki­lega stolt af þessu verk­efni og get­um hrein­lega ekki beðið eft­ir því að fá að taka á móti viðskipta­vin­um um helg­ina,” seg­ir Lilja Gísla­dótt­ir, sér­fræðing­ur markaðsmá­la hjá Hag­kaup, í frétta­til­kynn­ingu.

Build-A-Bear hef­ur náð mikl­um vin­sæld­um um all­an heim frá því að fyrsta versl­un­in opnaði í Saint Lou­is 1997 og hafa nú þegar opnað versl­an­ir á meira en 500 stöðum um all­an heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda