Hvernig á að lesa í falin skilaboð unglingsins?

Unglings­ár­in geta reynst mörg­um erfið þótt þau séu ansi spenn­andi …
Unglings­ár­in geta reynst mörg­um erfið þótt þau séu ansi spenn­andi og skemmti­leg. Ernest Brillo/Unsplash

Unglingsárin geta verið afar flókin og tilfinningaskalinn svo breiður að hann nái hringinn í kringum jörðina. Jeffrey Bernstein, doktor í heimspeki, skrifar um ungt fólk sem oft er misskilið vegna vangetu til að koma tilfinningum sínum í orð.

„Ég hef séð aftur og aftur hvernig unglingar eiga í erfiðleikum með að tjá þarfir sínar og eru þess vegna misskildir eða ekki hlustað á þá. Þótt þeir segi kannski ekki strax: „Ég þarf hjálp“ þá geta verið falin skilaboð í orðum þeirra.“ Þetta skrifar Bernstein á vefmiðilinn Psychology Today.

Hér er að finna fjóra frasa sem ungt fólk notar gjarnan:

For­eldr­ar þurfa að sýna ákveðna nær­gætni þegar ung­ling­ur­inn tal­ar í …
For­eldr­ar þurfa að sýna ákveðna nær­gætni þegar ung­ling­ur­inn tal­ar í kring­um hlut­ina. Kateryna Hliznitsova/Unsplash

1. „Ég er bara svo þreyttur á öllu“

Setningin kann að hljóma eins og útrás en undir niðri getur hún gefið til kynna kulnun, þunglyndi eða yfirþyrmandi streitu. Bernstein mælir með að foreldri svari af forvitni: „Hvað angrar þig mest?“ og bjóði fram stuðning án þess að taka alfarið stjórnina.

2. „Þú skilur ekki hvernig þetta er fyrir mig“

Þessi setning kemur oft út í reiðiskasti og getur virkað eins og kinnhestur fyrir foreldra sem telja sig gera allt til að hjálpa. Þá ráðleggur Benstein foreldrum að fara ekki í vörn heldur að segja: „Það er rétt hjá þér, ég skil þetta eflaust ekki fullkomlega. Hjálpaðu mér að horfa á þetta frá þínu sjónarhorni.“

Unglingar eru æðislegir.
Unglingar eru æðislegir. Janko Ferlič/Unsplash

3. „Ég þarf bara smá næði“

Þegar unglingurinn á heimilinu dregur sig í hlé er það gjarnan mistúlkað sem höfnun. Það gæti verið leið fyrir unglinginn að fást við tilfinningar sínar í einrúmi. Bernstein bendir á að mikilvægt sé að foreldrar virði mörk unglingsins en sýni um leið skilning og láti vita að þeir séu til staðar.

4. „Ég vil ekki trufla þig með mínum vandamálum“

Skilaboð um skömm eða ótti við vonbrigði geta legið að baki þessari setningu. Bernstein segir mikilvægt að láta unglinginn vita af skilyrðislausum stuðningi og að hann trufli ekki með vandamálum sínum. Hægt er að hvetja unglinginn án þess að ýta of mikið á hann.

Stundum þarf að kafa aðeins dýpra í samskiptin ef aðstoða á unglinginn við dagleg verkefni og vandamál sem hann fæst við. Með því að sýna nærgætni og gefa þau skilaboð að unglingurinn geti leitað með ýmis vandamál á borð foreldrisins verður sambandið milli þeirra styrkt.

Psychology Today

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda