Tanja Ýr Ástþórsdóttir, áhrifavaldur og athafnakona, og kærasti hennar Ryan Amor, hermaður í breska hernum, hafa gefið syninum nafn. Drengurinn fæddist þann 23. janúar síðastliðinn.
Drengurinn fékk nafnið Ezra Antony Amor.
Tanja Ýr deildi færslu með fylgjendum sínum þar sem hún tilkynnti um komu drengsins og sagði tímann hafa staðið í stað daginn sem hann fæddist.
„Fallegi strákurinn okkar er kominn í heiminn og við gætum ekki verið heppnari með hann,“ skrifaði hún á Instagram.
Smartland óskar fjölskyldunni hjartanlega hamingju með lífið!