Jógakennarinn og heilsugúrúinn Eva Dögg Rúnarsdóttir eignaðist sitt fjórða barn á dögunum. Barnið er fjórða barn Evu og annað barn þeirra Stefáns Darra Þórssonar, unnusta hennar. Eva og Stefán eiga stúlku fædda árið 2022 og Eva á tvö börn úr fyrra sambandi. Nú eru kynjahlutföllin orðin hnífjöfn á heimilinu þar sem fjórða barnið var drengur.
Eva deildi gleðifréttunum á Instagram.
„Þann 27. janúar kom fallegi drengurinn okkar í heiminn. Heilbrigður, rólegur og alveg fullkominn,“ skrifar hún.
„Hann er gerður úr ljósi, jörðinni og öllum fallegu draumunum. Hjörtun okkar stækka og heimurinn verður mýkri. Velkomin litla ást.“
Eva Dögg hefur verið dugleg að leyfa fylgjendum sínum fylgja henni í gegnum meðgönguna og hefur hún deilt heilsusamlegum ráðum sem snúa meðal annars að andlegri heilsu, húðumhirðu og mataræði til verðandi mæðra. Fjölskyldan er búsett í Suður-Frakklandi.
Fjölskylduvefurinn óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með nýjustu viðbótina!