„Ég öskurgrét og hló til skiptis“

„Hafþór Atli skaust út í einum rembing og Eysteinn Helgi …
„Hafþór Atli skaust út í einum rembing og Eysteinn Helgi fæddist svo í sigurkufli, enn í órofnum líknarbelg, en það er mikið gæfumerki.“ Ljósmynd/Aðsend

Töfr­arn­ir þeir ger­ast og í nóv­em­ber á síðasta ári átti sér stað fyrsta skipu­lagða tví­bura­heima­fæðing­in hér­lend­is í 55 ár.

Kúa­bænd­urn­ir Dagný Lilja Birg­is­dótt­ir og Heim­ir Sig­urðsson eiga fjóra drengi und­ir fimm ára, en þeir tveir yngstu, tví­eggja tví­bur­arn­ir Hafþór Atli og Ey­steinn Helgi, komu í heim­inn 26. nóv­em­ber þegar Dagný var geng­in slétt­ar 37 vik­ur.

„Fæðing­in sjálf tók um fimm klukku­stund­ir frá fyrsta verk þar til báðir voru komn­ir. Hafþór Atli skaust út í ein­um remb­ing og Ey­steinn Helgi fædd­ist svo í sig­urkufli, enn í órofn­um líkn­ar­belg, en það er mikið gæfu­merki.“

Hafþór Atli og Eysteinn Helgi komu í heiminn 26. nóvember …
Hafþór Atli og Ey­steinn Helgi komu í heim­inn 26. nóv­em­ber á síðasta ári. Fæðing­in sjálf tók um fimm klukku­stund­ir frá fyrsta verk þar til báðir voru komn­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Kúa­bænd­ur og barna­upp­eldi

„Við rek­um búið sam­an með tengda­for­eldr­um mín­um, sem búa hér í næsta húsi, og þetta virk­ar bara mjög vel,“ seg­ir Dagný þegar hún er spurð um hvernig sé að vera bóndi með fjóra unga drengi. Fjöl­skyld­an er bú­sett á sveita­bæ í Hruna­manna­hreppi.

Eldri dreng­irn­ir tveir, Emil, sem er að verða fimm ára, og Mattías Ari, þriggja ára, eru á leik­skóla á Flúðum.

„Lífið í sveit­inni virk­ar aðeins öðru­vísi en í borg­inni. Þess­ir tveir elstu fara bara með í vinnu og hægt er að segja að vinna og dag­legt líf bland­ast meira sam­an.“

Hvernig varð þér við þegar þú frétt­ir að þú geng­ir með tví­bura?

„Það var mjög óvænt. Það eru al­veg ein­hverj­ir tví­bur­ar í fjöl­skyld­unni en ekk­ert sem okk­ur grunaði fyr­ir fram að væri í okk­ar til­felli. Við kom­umst að þessu í 12 vikna són­arn­um og viðbrögðin voru alla­vega, ég ösk­ur­grét og hló til skipt­is. En heilt yfir var þetta mjög ánægju­legt.“

Eldri bræðurnir, Emil og Mattías Ari, sjá ekki sólina fyrir …
Eldri bræðurn­ir, Emil og Mattías Ari, sjá ekki sól­ina fyr­ir nýj­ustu fjöl­skyldumeðlimun­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Hef­ur skoðað báða mögu­leika í þaula

Dagný, sem er 31 árs, hafði fyr­ir fæðingu tví­bur­anna bæði reynslu af heima- og spít­ala­fæðingu. „Elsti strák­ur­inn minn fædd­ist á Land­spít­al­an­um árið 2020 og miðjustrák­ur­inn minn fædd­ist heima 2021.“

Hún seg­ist vita­skuld ekki vera sér­fræðing­ur en að hún hafi hins veg­ar leitað upp­lýs­inga og kynnt sér vel t.d. rann­sókn­ir vegna skipu­lagðra fæðinga, ann­ars veg­ar á spít­ala og hins veg­ar í heima­fæðingu. 

„Niður­stöðurn­ar voru m.a. þær að það eru 50% aukn­ar lík­ur á al­var­legri blæðingu, sýk­ing­um og inn­grip­um eins og örvun og spang­arklipp­ingu í spít­ala­fæðingu. Lík­urn­ar á keis­ara­sk­urði aukast um 20% bara við það eitt að fara inn í spít­ala­fæðingu,“ seg­ir Dagný þegar hún nefn­ir mun­inn á fæðing­ar­mögu­leik­un­um tveim­ur.

Dagný og Heimir kusu að vera í sínu þægilega umhverfi …
Dagný og Heim­ir kusu að vera í sínu þægi­lega um­hverfi og fylgja hjart­anu í stað þess að fara eft­ir því sem all­ir aðrir gera. Ljós­mynd/​Aðsend

Ekki endi­lega teng­ing á milli áhættu og tví­bur­ameðgöngu

„All­ir vilja að maður fæði eins nátt­úru­lega og kost­ur er,“ seg­ir Dagný. Spít­al­inn taki hins veg­ar mið af ákveðnum breyt­um, t.d. ef barnið sem ligg­ur neðar er ekki í höfuðstöðu þá þarf að meta hvort þurfi keis­ara. Í þeim skoðunum sem hún fór í var ekk­ert sem benti til ann­ars en að hún gæti fætt dreng­ina um leggöng. 

„Við tók­um ákvörðun um heima­fæðingu, ef allt gengi eft­ir, en héld­um þó spít­alamögu­leik­an­um opn­um og vor­um al­veg viðbúin því að þurfa að eiga þar.“ 

Þá bend­ir Dagný á að hún hafi verið merkt sér­stak­lega í áhættumeðgöngu en að henn­ar áliti séu meðgöng­ur svo ólík­ar meðal ein­stak­linga að ekki sé hægt að merkja eina teg­und meðgöngu á þenn­an hátt. 

„Þetta voru tví­eggja tví­bur­ar og þeir deildu í raun engu nema pláss­inu.“

Það að ganga með tvö börn er ekki eitt og sér áhætta en get­ur aukið lík­ur á öðrum áhættuþátt­um eins og meðgöngu­eitrun, að sögn Dag­nýj­ar. „Mér get­ur al­veg sárnað þegar fólk tal­ar um að við höf­um verið að taka ein­hverja áhættu með þessu en ég myndi aldrei setja fjöl­skyldu mína í hættu. Þetta snýst ekk­ert um upp­reisn gegn sjúkra­hús­inu. Þetta snýst bara um að vera í okk­ar þægi­lega um­hverfi og eiga góða upp­lif­un.“

„Við létum skíra þá í jólafríinu og þeir heita Hafþór …
„Við lét­um skíra þá í jóla­frí­inu og þeir heita Hafþór Atli og Ey­steinn Helgi.“ Ljós­mynd/​Aðsend

Drauma­fæðing

Dagný seg­ir fæðing­una sjálfa hafa tekið fimm klukku­stund­ir í það heila, frá fyrsta verk þar til báðir voru komn­ir. „Hafþór Atli skaust út í ein­um remb­ing og Ey­steinn Helgi fædd­ist svo í sig­urkufli, enn í órofn­um líkn­ar­belg, en það er mikið gæfu­merki.“

Hún út­skýr­ir að hún hafi hugsað að ferlið myndi ganga vel þar til annað kæmi í ljós. 

„Kannski er þetta bara sveita­stelp­an í mér en mér finnst ég svo­lítið tengd nátt­úr­unni og sjálfri mér og ég treysti bara ferl­inu,“ seg­ir hún. 

„Þegar tví­bur­arn­ir fæðast þá fær tví­buri b, sá sem fædd­ist seinna, vatn í lung­un í fæðing­unni. Á spít­al­an­um, ef barn fær vatn í lung­un í fæðingu, þá fer það á vöku­deild þar sem vatnið er sogað upp áður en móðirin fær það í fangið aft­ur. Þar sem við vor­um heima þá dvaldi ljós­móðirin bara leng­ur hjá okk­ur, fylgd­ist með hon­um, tók lífs­mörk og and­ar­drátt og svo­leiðis, þar til hún gat gengið úr skugga um að allt væri í lagi.“

Drengirnir dafna vel og er nú að verða þriggja mánaða. …
Dreng­irn­ir dafna vel og er nú að verða þriggja mánaða. Dagný seg­ir það vænt­an­lega verða meiri lúx­us þegar þeir detta í „góða“ svefn­rútínu. Ljós­mynd/​Aðsend

Eft­ir að tví­bur­arn­ir komu í heim­inn fór ljós­móðirin á stúf­ana til að skoða hvað hefði gerst í skipu­lagðri tví­bura­heima­fæðingu hér­lend­is á síðustu ára­tug­um. Dagný seg­ir að ekki séu til ná­kvæm gögn langt aft­ur í tím­ann þar sem skrán­ing hafi verið með öðrum hætti áður fyrr. Hins veg­ar hafi ljós­móðirin sagt, eft­ir bestu vitn­eskju, að síðasta skipu­lagða heima­fæðing tví­bura hefði átt sér stað fyr­ir 55 árum.

Hvernig dafna dreng­irn­ir?

„Þeir eru að verða þriggja mánaða núna og það geng­ur mjög vel. Við kross­um samt fing­ur að þeir fari bráðum í góða svefn­rútínu. Það er mik­il áskor­un að þegar einn sef­ur vaki hinn.“ 

Að lok­um seg­ir Dagný tví­bur­ana hafa held­ur bet­ur gefið lit í líf og til­veru eldri bræðranna sem sjá ekki sól­ina fyr­ir þeim.

Gæðastundin engri lík.
Gæðastund­in engri lík. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda