ACT-meðferð til að sporna gegn einelti

Skólasálfræðingurinn Izzy Kalman mælir með að skoða líðan og viðbrögð …
Skólasálfræðingurinn Izzy Kalman mælir með að skoða líðan og viðbrögð fórnarlambsins við einelti frekar en að einblína á gerandann. Morgan Basham/Unsplash

Izzy Kalm­an er lög­gilt­ur skóla­sál­fræðing­ur sem starfað hef­ur í skól­um í Banda­ríkj­un­um og á einka­stofu síðan 1978. Þá hef­ur hann gefið út bæk­ur um einelti, t.d. Bullies to Buddies - How to Turn Your Enemies Into Friends. 

Kalm­an skrif­ar grein á Psychology Today um einelti meðal barna og hvernig færst hef­ur í vöxt að nota ACT-meðferðina (e. Accept­ance and Comm­it­ment Therapy) til að sporna gegn einelti.

Hvað er ACT?

Meðferðin var þróuð af sál­fræðipró­fess­orn­um Dr. Steven Hayes og bygg­ir að mestu á búd­dískri heim­speki og nú­vit­undaræf­ing­um. Meðferðin hef­ur einnig verið viður­kennd að vera í sam­ræmi við sál­fræðileg­ar meg­in­regl­ur og nálgan­ir, einkum hug­ræna at­ferl­is­meðferð.

Þá hafa rann­sókn­ir sýnt fram á að meðferðin minnki kvíða, þung­lyndi og árás­argirni, á sama tíma og til­finn­inga­leg vellíðan og seigla er auk­in.

Áhersla er á að vera meðvitaður um nei­kvæðar til­finn­ing­ar og taka per­sónu­lega ábyrgð til að stýra þeim, í fyrsta lagi með því að samþykkja til­finn­ing­arn­ar í stað þess að berj­ast við þær. Í öðru lagi með því að horfa hlut­lægt á þær og átta sig á að það eru ekki til­finn­ing­arn­ar sem eru nei­kvæðar, held­ur hvernig hugsað er um þær, sem veld­ur dep­urðinni. Með því að breyta hugs­un­un­um ætti að vera hægt að draga úr eða út­rýma sárs­auk­an­um. Í þriðja lagi að taka til aðgerða sem bæta lífið í stað þess að baða sig upp úr eymd­inni.

ACT-meðferðin getur breytt hugsunarhætti fórnarlambsins og þ.a.l skapi þess, þannig …
ACT-meðferðin get­ur breytt hugs­un­ar­hætti fórn­ar­lambs­ins og þ.a.l skapi þess, þannig megi draga úr einelt­inu. Zoe Fern­and­ez/​Unsplash

ACT við einelti

Sam­kvæmt Kalm­an hef­ur 25 ára bar­átta við einelti í skól­um ekki borið mik­inn ár­ang­ur. Þrátt fyr­ir fjölda rann­sókna er einelti enn kallað far­ald­ur af ýms­um sam­tök­um gegn einelti. 

Þá seg­ir Kalm­an að ACT, eins og önn­ur áhrifa­rík meðferðar­kerfi, ætti að vera ákjós­an­legri nálg­un á vand­ann held­ur en kerfi rétt­trúnaðarsál­fræðinn­ar (Olweus), sem hef­ur verið al­mennt viður­kennd­ari á þessu sviði. Það kerfi bygg­ir á þeirri nálg­un að þeir sem lagðir eru í einelti hafi ekk­ert með það að gera, held­ur sé vanda­málið ein­ung­is gerend­anna.

Einelt­is­fórn­ar­lömb verði því hjálp­ar­vana í að leysa vanda­málið vegna þess að gerend­urn­ir hafa valda­for­skot og að það sé ábyrgð alls sam­fé­lags­ins að leysa eineltis­vanda þess sem fyr­ir því verður.

Ekki hafa verið gerðar marg­ar rann­sókn­ir á ACT við einelti, líkt og Kalm­an grein­ir frá. Hins veg­ar er ým­is­legt sem mæl­ir með notk­un meðferðar­inn­ar.

Einelti í skólum er samfélagslegt mein, sem virðist seint verða …
Einelti í skól­um er sam­fé­lags­legt mein, sem virðist seint verða út­rýmt, en Kalm­an vill sjá öðru­vísi nálg­un á vand­ann. Jakayla Toney/​Unsplash

Meðmæli með ACT

Kalm­an seg­ir að í fyrsta lagi eigi að ein­blína á fórn­ar­lömb einelt­is frek­ar en gerend­urna. 

Önnur ástæða fyr­ir notk­un ACT sem svar við einelti er að draga úr til­finn­inga­leg­um sárs­auka sem fórn­ar­lömb verða fyr­ir. Sárs­auki fórn­ar­lambs­ins er ekki aðeins viðbragð við einelti held­ur einnig aðal­or­sök þess, að sögn Kalm­ans.

Þannig tel­ur Kalm­an að megi draga úr einelt­inu eða út­rýma því með því að breyta hugs­un­ar­hætti fórn­ar­lambs­ins til að bæta líðan­ina og skap þess.

Að lok­um er nauðsyn­legt að gera grein fyr­ir hvaða siðferðilegu aðgerðir eru nauðsyn­leg­ar til að stöðva einelti. Ekki er hægt að ætl­ast til þess að fórn­ar­lambið, sem gengst und­ir ACT-meðferð, leysi vanda­málið á eig­in spýt­ur. Jafn­vel meðferðaraðilar vita ekki hvað virk­ar ná­kvæm­lega þar sem þeir eru upp­lýst­ir af aðferðum gegn einelti sem hafa ekki virkað hingað til. Í því sam­hengi bend­ir Kalm­an á að hægt sé að hafa sam­band við hann fyr­ir frek­ari leiðbein­ing­ar.

Psychology Today

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda