Tilfinningin að fermast er geggjuð

Fermingarveisla Helga verður haldin heima hjá honum.
Fermingarveisla Helga verður haldin heima hjá honum. mbl.is/Hákon

„Guð er alltaf hjá þér,“ seg­ir Helgi Þór Atla­son um þann lær­dóm sem hann tek­ur með sér út í lífið úr ferm­ing­ar­fræðslunni. Helgi er þrett­án ára og fermist í Kópa­vogs­kirkju 13. apríl. Und­ir­bún­ing­ur­inn fyr­ir stóra dag­inn hef­ur gengið vel og ætl­ar frænka hans að baka Rice Krist­pies-ferm­ing­ar­köku fyr­ir veisl­una. Það lét aldrei neinn vafi á því að Helgi vildi kirkju­lega ferm­ingu og seg­ir hann til­finn­ing­una við að ferm­ast vera geggjaða. 

Helgi Þór Atla­son fermist 13. apríl í Kópa­vogs­kirkju. Hann seg­ir það aldrei hafa verið neitt vafa­mál að ferm­ast í kirkju. Eldri bróðir hans fermd­ist einnig kirkju­lega og sjálf­ur seg­ist Helgi hafa iðkað trúna m.a. með bæn­um.

„Mér finnst það [að ferm­ast] bara geggjað.“

Helgi er þrett­án ára og verður fjór­tán í ág­úst. Hann er nem­andi í Kárs­nesskóla í Kópa­vogi og æfir knatt­spyrnu með Breiðabliki fjór­um sinn­um í viku.

Kirkju­org­elið flott­ast

Líkt og önn­ur börn í ferm­ing­ar­ár­gang­in­um hef­ur Helgi verið í ferm­ing­ar­fræðslu síðan í haust og í vet­ur. Spurður um fræðsluna seg­ir hann hana hafa verið mjög skemmti­lega. Það mik­il­væg­asta sem hann tek­ur með sér úr fræðslunni er betri þekk­ing á Guði og Jesú, líkt og hann orðar það, en ekk­ert hafi þó komið hon­um á óvart í þeim efn­um.

Það sem stóð upp úr þessu öllu sam­an var dags­ferðin í Skál­holt þar sem krakk­arn­ir fengu að njóta þess ganga um staðinn og fá inn­sýn í mann­líf og per­són­ur sem áður voru þar.

Í Skál­holts­dóm­kirkju stend­ur alt­ari Brynj­ólfs Sveins­son­ar bisk­ups sem var smíðað árið 1673.

Þar eru einnig fleiri ger­sem­ar eins og ljósakrón­an sem einnig er sögð ljósa­hjálm­ur Brynj­ólfs Sveins­son­ar og pre­dik­un­ar­stóll­inn, en þar hafa ófá­ir prest­ar staðið, m.a. hinn mikli pre­dik­ari Jón Vídalín bisk­up.

Helgi seg­ir þó kirkju­org­elið hafa verið lang­flott­ast og eitt­hvað sem stóð upp úr í ferðinni en org­elið er staðsett inn­ar­lega í kirkj­unni, á hægri hönd þegar gengið er inn. Magnþrung­inn ómur org­els­ins hef­ur ef­laust höfðað vel til Helga þar sem hann er sjálf­ur ný­far­inn að læra á pí­anó, áslátt­ar­hljóðfæri sam­bæri­legu org­el­inu.

Helgi ætlar að fermast í jakkafötum frá Jack & Jones.
Helgi ætl­ar að ferm­ast í jakka­föt­um frá Jack & Jo­nes. Morg­un­blaðið/​Há­kon

At­höfn­in sjálf eitt það mik­il­væg­asta

Und­ir­bún­ing­ur­inn fyr­ir stóra dag­inn hef­ur gengið vel að sögn Helga. Veisl­an verður hald­in fyr­ir nán­ustu fjöl­skyldu á ferm­ing­ar­dag­inn sjálf­an, á heim­ili hans, og reikn­ar hann með 50-60 gest­um. Litaþemað í veisl­unni verður gult og hvítt og súkkulaðigos­brunn­ur­inn á ef­laust eft­ir að vekja mikla lukku meðal gesta.

Spurður um veit­ing­ar seg­ir Helgi að það verði pantaðir smá­rétt­ir og bakaðar kök­ur, en frænka hans ger­ir sér lítið fyr­ir og bak­ar Rice Krispies-ferm­ing­ar­köku.

„Ég er bú­inn að velja ferm­ing­ar­föt­in og ætla að vera í jakka­föt­um úr Jack & Jo­nes, með bindi og í striga­skóm við.“ Helgi bæt­ir því við að flest­ir vina sinna ætli að kaupa ferm­ing­ar­föt­in í Jack & Jo­nes.

„Svo fer ég í klipp­ingu.“

Helgi hef­ur ágæt­is­hug­mynd um hvað hann lang­ar í í ferm­ing­ar­gjöf og seg­ir pen­inga, úr og jafn­vel tölvu efst á óskalist­an­um.

Hvað finnst þér mik­il­væg­ast við dag­inn sjálf­an?

„At­höfn­in í kirkj­unni og svo þessi tími sem ég fæ að hitta nán­ustu fjöl­skyldu.“

Þegar þú ert bú­inn að ferm­ast held­urðu að þú tak­ir ein­hvern lær­dóm með þér út í lífið?

„Já, Guð er alltaf með þér.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda