„Ekki myndi ég fara í sleik við móður mína“

„Niðurlægingin náði hámarki þegar afgreiðslukonan spurði son minn hvaða lag …
„Niðurlægingin náði hámarki þegar afgreiðslukonan spurði son minn hvaða lag hann vildi syngja og Bíttu í það súra með Bogomil Font varð fyrir valinu.“ Samsett mynd/Árni Sæberg/dylan nolte

Á ösku­dag­inn stóð ég með syni mín­um í ónefndri versl­un í Smáralind. Dótt­ir mín hafði neitað að syngja fyr­ir sæl­gæti og móðirin – ég – var send í staðinn. Niður­læg­ing­in náði há­marki þegar af­greiðslu­kon­an spurði son minn hvaða lag hann vildi syngja og Bíttu í það súra með Bogomil Font varð fyr­ir val­inu. Son­ur minn horfði stíft á mig með fal­legu bláu aug­un­um sín­um og sagði svo: „Mamma, byrjaðu!“

Og ég fór að söngla eða öllu held­ur raula einu lín­una sem ég mundi í lag­inu: „Bíttu í það súra.“ Son­ur minn tók aðeins und­ir, mjög lágt að vísu, og ein­hvern veg­inn tónuðum við lagið ekki mjög vel.

En sæl­gætið feng­um við og dótt­ir mín líka þrátt fyr­ir að hún hafi staðið í hæfi­legri fjar­lægð.

Og hvar hófst þetta fjör­uga æv­in­týri barna­upp­eld­is­ins? Jú, þegar ég hitti æsku­ást­ina á Tind­er, 2016.

„Og það var það sem mér fannst um barnsföður minn, …
„Og það var það sem mér fannst um barns­föður minn, fyr­ir utan gáf­urn­ar og húm­or­inn og allt það.“ Io­ann-Mark Kuzniet­sov/​Unsplash

Þess­ar góðu lín­ur

Ég hef oft velt fyr­ir mér aðdrag­anda þess að við eignuðumst tvö börn sam­an því sam­bandið var frek­ar óhefðbundið og ein­kennd­ist af ringul­reið. Hvor­ugt okk­ar virt­ist geta stillt sig af til að auðvelda líf hvort ann­ars en þrátt fyr­ir það löðuðumst við svo svaka­lega hvort að öðru að það gat ekki verið annað en skrifað í ský­in að við mynd­um skapa tvö full­kom­in ein­tök sam­an.

Ég tók ansi áhuga­vert viðtal við Benja­mín Ragn­ar Svein­björns­son, dós­ent í efna­fræði við Há­skóla Íslands, og hann sagði að ef hugsað væri um „chem­is­try“ milli tveggja ein­stak­linga út frá líf­fræðilegri þróun þá væri mark­miðið að viðhalda gena­meng­inu. Þess vegna leitaði fólk að ein­hverj­um sem gæti hjálpað sem best við það. Tók hann sér­stak­lega dæmi um lík­ams­bygg­ingu og and­lits­fall sem vís­bend­ingu um getu til að eign­ast heil­brigð börn. Fólkið með réttu hlut­föll­in yrði því oft ómeðvitað meira aðlaðandi.

Og það var það sem mér fannst um barns­föður minn, fyr­ir utan gáf­urn­ar og húm­or­inn og allt það.

Ég gleymi því ekki þegar ég var í meðgöngujóga á fyrstu meðgöng­unni og þar var haldið para­nám­skeið sem átti að vera und­ir­bún­ing­ur fyr­ir fæðing­una. Ég var svo hepp­in að fá góða vin­konu mína með mér. Á nám­skeiðinu var talað um að kon­an ætti að fara í sleik við mak­ann í aðdrag­anda fæðing­ar­inn­ar, því það gerði að verk­um að lík­am­inn slakaði bet­ur á og sú ró næði alla leið niður í móður­lífið. Þannig yrði fæðing­in auðveld­ari.

Ég hugsaði með mér að ekki myndi ég fara í sleik við móður mína sem yrði viðstödd fæðing­una sök­um veik­inda barns­föður míns. Og hver yrði örvun­in þá?

Jú, mamma strauk á mér bakið í þær 36 klukku­stund­ir sem ég var í fæðing­unni. Ég ef­ast um að ég hefði nennt að vera – eða getað verið – í sleik all­an þenn­an tíma, ætli ég hefði ekki endað á að bíta tung­una úr barns­föður mín­um.

Ekk­ert er full­komið, svo mikið er víst, en allt er gott.

„Eins og ég sagði var samband okkar barnsföður míns aldrei …
„Eins og ég sagði var sam­band okk­ar barns­föður míns aldrei hefðbundið.“ Benjam­in Manley/​Unsplash

Tím­inn um tím­ann

Þegar ég var með hvít­voðung­inn heima, ein, því eins og ég sagði var sam­band okk­ar barns­föður míns aldrei hefðbundið, þá átti ég til að fylgj­ast með á sam­fé­lags­miðlum hvernig all­ir þess­ir „full­komnu“ áhrifa­vald­ar dedúuðu við heim­il­is­verk­in, skáru niður græn­meti og ávexti í stíl­hreinu eld­húsi og fóru í fjöl­skyldu­frí. Ég blindaðist næst­um af öll­um pastellit­un­um í mynd­skeiðunum og fór svo að mauka fyr­ir dótt­ur mína í hálfónýtri mat­vinnslu­vél – ekki með pastelliti í bak­grunni.

Ég beit á jaxl­inn, stund­um svo fast að mig verkjaði í tenn­urn­ar. Aðstæður mín­ar voru aðrar en þeirra.

En það er eitt sem ég og all­ir aðrir hafa óháð aðstæðum, fjár­ráðum og fjöl­skyldu­hög­um: Það er tím­inn. Öll get­um við gefið börn­un­um okk­ar tíma, sama í hvaða mynd hann er. Og vitið þið, það þarf enga flug­elda­sýn­ingu.

„Jú, mamma strauk á mér bakið í þær 36 klukkustundir …
„Jú, mamma strauk á mér bakið í þær 36 klukku­stund­ir sem ég var í fæðing­unni.“ Luma Pi­mentel/​Unsplash

Ég hef ruslað börn­un­um með mér út um allt og ef ég er með at­hygl­ina í lagi og í góðu jafn­vægi, geri hlut­ina skemmti­lega, þá skipt­ir engu máli hvort við erum á leið með drasl í sorpu, renn­um á bíln­um í gegn­um bílaþvotta­stöð þar sem „kol­krabb­arn­ir“ slengj­ast utan í bíl­inn eða erum á sól­ar­strönd á Spáni. Þau þurfa bara að finna að for­eldrið – ég – sé á staðnum og sé með þeim í þeirra magnþrungnu og spenn­andi ver­öld.

Og þarna í Smáralind varð son­ur minn svo glaður því ég var þátt­tak­andi í spenn­unni sem fylgdi því að syngja á ösku­dag­inn.

Ég hætti því að „bíta í það súra“ og fór að ein­blína á að ég hefði gefið börn­un­um mik­il­væg­an tíma og at­hygli, þarna, sem og í öllu því fjöri sem við höf­um brallað síðustu ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda