Mikilvægast að dagurinn verði skemmtilegur

Unnar er spenntur fyrir fermingardeginum sínum.
Unnar er spenntur fyrir fermingardeginum sínum.

Ferm­ing­ar­dag­ur Unn­ars Steins A. Arn­rún­ar­son­ar er 29. mars. Hann fermist borg­ara­lega á veg­um Siðmennt­ar og seg­ir það aldrei hafa hvarflað að sér að ferm­ast í kirkju. Ferm­ing­ar­nám­skeiðið sem hann sótti hjá Siðmennt var, að hans sögn, bæði skemmti­legt
og fræðandi. Hann ef­ast ekki um að hann taki lær­dóm­inn með sér út í lífið. Í huga Unn­ars er ferm­ing­in spenn­andi áfangi í líf­inu og það mik­il­væg­asta við dag­inn sjálf­an er að hann verði skemmti­legu

Unn­ar Steinn A. Arn­rún­ar­son er 13 ára nem­andi við Rétt­ar­holts­skóla. Fyr­ir þrem­ur árum tók hann ákvörðun um að ferm­ast borg­ara­lega og seg­ir þá ákvörðun hafa legið ljósa fyr­ir. „Það fór aldrei í gegn­um hug­ann að ferm­ast kirkju­lega.“

Hann hef­ur einnig fyr­ir­mynd að borg­ara­legri ferm­ingu en frændi hans fermd­ist hjá Siðmennt.

Hjá Siðmennt er rík trúfrels­is­stefna sem fel­ur í sér að telja sann­fær­ing­ar-, trú- og tján­ing­ar­frelsi til al­mennra lýðrétt­inda, eins og seg­ir á heimasíðu fé­lags­ins. Fé­lagið sér m.a. um að ferma börn borg­ara­lega, en ís­lensk börn eru þeirr­ar lukku aðnjót­andi að hafa val um með hvaða hætti þessi stóri áfangi í lífi þeirra fer fram.

Skemmti­legt nám­skeið og nýir fé­lag­ar

Unn­ar, sem verður 14 ára í sum­ar, hef­ur prófað ýms­ar tóm­stund­ir, t.d. knatt­spyrnu og kara­te, en æfir nú körfu­bolta hjá Val og seg­ir afar skemmti­lega stemn­ingu á æf­ing­um.

„Mér finnst körfu­bolti höfða best til mín.“

Ferm­ing­ar­dag­ur Unn­ars er 29. mars. Hon­um hef­ur fund­ist aðdrag­and­inn að ferm­ing­ar­deg­in­um góður og fór hann t.d. á nám­skeið tvær helg­ar hjá Siðmennt til að und­ir­búa þenn­an stóra áfanga í lífi sínu.

„Það voru nokkuð marg­ir krakk­ar á nám­skeiðinu hjá Siðmennt og ég kynnt­ist nokkr­um þeirra og eignaðist fé­laga.“

Unn­ar seg­ir boðskap­inn á nám­skeiðinu hafa skilað sér vel. Þar fóru krakk­arn­ir í leiki og lærðu um lífið og til­ver­una, hegðun og kær­leika og hvernig koma ætti fram við ná­ung­ann.

„Við lærðum hvað það er að verða full­orðinn.“

Það var ekk­ert á nám­skeiðinu sem kom hon­um sér­stak­lega á óvart en hann bæt­ir við að hann muni klár­lega taka lær­dóm­inn með sér út í lífið.

Hér er Unnar með systrum sínum þeim Arneyju Sunnu og …
Hér er Unn­ar með systr­um sín­um þeim Arn­eyju Sunnu og Guðrúnu Hildi.

Spenn­andi að full­orðnast

Ferm­ing­ar­mynda­tak­an fer fram á Spáni en þegar viðtalið er tekið er Unn­ar á leiðinni þangað með fjöl­skyld­unni í tíu daga ferð. Ferm­ing­ar­at­höfn­in í lok mars verður í Hörpu, að henni lok­inni verður haldið til veislu í sal Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands í Laug­ar­dal og seg­ist Unn­ar bú­ast við um 90 gest­um.

Hann er þó nokkuð slak­ur yfir þessu öllu sam­an og finnst bara spenn­andi að fá að full­orðnast, eins og hann orðar það.

„Ég held að við mun­um kaupa hluta af veit­ing­un­um og einnig út­búa eitt­hvað sjálf, eins og beef bourguignon, sem frænka mín og maður­inn henn­ar elda fyr­ir okk­ur.“ Hann bæt­ir við að á boðstól­um verði einnig hin hefðbundna kran­sakaka og mar­enskaka og þá verður sæl­gæt­is­b­ar þar sem gest­ir geta valið sér eitt­hvað gott í gogg­inn.

Litaþemað í veisl­unni verður grænt, svart og hvítt og þá verður mynda­sýn­ing á stór­um skjá­um í saln­um með ýms­um skemmti­leg­um mynd­um úr fjöl­skyldu­mynda­al­búm­inu.

„Við ætl­um líka að gera kahoot fyr­ir gest­ina, sem er mjög skemmti­leg­ur leik­ur.“

Aðspurður seg­ist Unn­ar ekki halda að það sé ein­hver sér­stök ferm­ing­ar­tíska í gangi hjá jafn­öldr­um sín­um. Hann er ekki bú­inn að kaupa ferm­ing­ar­föt­in en hef­ur þó ákveðna hug­mynd um hverju hann vill klæðast: „Það verða ör­ugg­lega dökk­ar galla­bux­ur, hvít­ir skór, hvít­ur bol­ur og fínn jakki.“

Hvað lang­ar þig í í ferm­ing­ar­gjöf?

„Mig lang­ar í góðan „gaming“-stól, ut­an­lands­ferð og svo yrði ég alltaf sátt­ur við pen­ing og myndi þá leggja alla­vega 80% af hon­um strax inn á banka­bók.“

Það er ákveðið til­hlökk­un­ar­efni að fá gjaf­ir og fagna áfang­an­um með fjöl­skyldu og vin­um. Það sem er þó mik­il­væg­ast í huga Unn­ars er að ferm­ing­ar­dag­ur­inn verði skemmti­leg­ur, eins og hann seg­ir að lok­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda