Dóttir prinsessunnar fæddist vikum fyrir tímann

Beatrice prinsessa og eiginmaður hennar Edoardo Mapelli Mozzi.
Beatrice prinsessa og eiginmaður hennar Edoardo Mapelli Mozzi. AFP

Í janú­ar á þessu ári bár­ust þær gleðifrétt­ir frá kon­ungs­fjöl­skyld­unni í Bretlandi að Be­atrice prins­essa og eig­inmaður henn­ar, Edo­ar­do Map­elli Mozzi, hefðu eign­ast dótt­ur. Það sem fylgdi hins veg­ar ekki sög­unni var að stúlk­an kom fyrr í heim­inn en áætlað var og eft­ir fæðing­una tóku við nokkr­ar vik­ur af óvissu fyr­ir fjöl­skyld­una. 

Be­atrice skrifaði um upp­lif­un­ina í pistli fyr­ir breska tíma­ritið Vogue. 

Rétt eft­ir að fjöl­skyld­an til­kynnti heim­in­um um vænt­an­leg­an fjöl­skyldumeðlim fékk hún þær frétt­ir frá lækn­um að barnið gæti komið fyrr í heim­inn en áætlað var. Við tók mik­il óvissa að mati Be­atrice.

„Hún var svo smá“

Dótt­ir þeirra hjóna kom í heim­inn fyrr en áætlað var þann 22. janú­ar. Hún fékk nafnið At­hena El­iza­beth Rose. At­hena hef­ur það gott í dag en Be­atrice seg­ir áhyggj­ur hafa ein­kennt síðustu mánuði. 

„Ég er meðvituð um hversu hepp­in ég er að hafa verið und­ir stöðugu eft­ir­liti læknateym­is. At­hena fædd­ist nokkr­um vik­um fyr­ir sett­an dag. Hún var svo smá. Það tók nokkr­ar vik­ur að geta upp­lifað lífið á raun­veru­leg­an hátt með heil­brigða barn­inu okk­ar. Fæt­ur henn­ar voru svo litl­ir, næst­um því jafn stór­ir og lopp­urn­ar á bangsak­an­ín­um eldri dótt­ur okk­ar,“ skrif­ar hún meðal ann­ars. 

Hún seg­ist vera með aðeins fleiri svör um hvað olli því hversu snemma stúlk­an kom í heim­inn en enga ná­kvæma skýr­ingu.

„Þegar ég lít til baka yfir síðustu mánuði er ég ákveðin í því að það er hægt að gera meira fyr­ir for­eldra í svipaðri stöðu og hjálpa þeim við að finna svör við spurn­ing­um um þá fylgi­kvilla sem geta leitt til fyr­ir­burafæðing­ar.“ 

Vogue

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda