Eignaðist sitt tíunda barn tæplega sjötug

Unsplash/Carlo Navarro

Kona í Þýskalandi hef­ur vakið mikla at­hygli um heim all­an eft­ir að hafa eign­ast sitt tí­unda barn, 66 ára að aldri og án þess að hafa geng­ist und­ir gla­sa­frjóvg­un­ar­meðferð.

Tí­unda barn Al­exöndru Hildebrandt, dreng­ur sem hlaut nafnið Phil­ipp, kom í heim­inn með keis­ara­sk­urði á Cha­rité-sjúkra­hús­inu í Berlín þann 19. mars síðastliðinn.

Hildebrandt, sem er þekkt­ur mann­rétt­inda­frömuður, ræddi við blaðamann Today aðeins einni viku eft­ir fæðing­una og sagði dreng­inn vera full­komna viðbót í fjöl­skyld­una, en systkini hans eru á ald­urs­bil­inu 2 til 46 ára.

„Stór fjöl­skylda er ekki aðeins dá­sam­leg, held­ur um­fram allt mik­il­væg til að ala börn upp á rétt­an hátt, heilt þorp þarf til að ala upp barn,” sagði hún.

Hildebrandt varð ófrísk með nátt­úru­leg­um hætti og sagði heilsu­sam­legt líferni henn­ar spila stóra rullu í því.

„Ég borða mjög hollt, syndi reglu­lega og geng í tvær klukku­stund­ir.“

Blaðamaður­inn ræddi einnig við kven­sjúk­dóma­lækni Hildebrandt, Dr. Wolfgang Henrich, sem sagði að sjúk­ling­ur hans hefði gengið í gegn­um „að mestu leyti eðli­lega meðgöngu.“

Today

View this post on In­sta­gram

A post shared by India Today (@indiatoday)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda