Greind einstaklingsins skiptir mestu máli

Eva María Jónsdóttir er hér ásamt Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur.
Eva María Jónsdóttir er hér ásamt Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur. Eggert Jóhannesson

Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona og rithöfundur gaf nýlega út barnabókina, Dans vil ég heyra, í samvinnu við fyrrverandi eiginmann sinn, Óskar Jónasson. Í dag sinnir Eva María húsmóðurstarfinu, en hún hefur sinnt því starfi í tvö ár.

Hvað er skemmtilegast við starfið?

„Skemmtilegast við starfið er þegar börnin brosa og þakka fyrir matinn.“

En erfiðast?

„Erfiðast við starfið er að það eru engir fullorðnir til að tala við augliti til auglitis fyrr en eftir skrifstofutíma.“

Hver er munurinn á kvenkyns stjórnanda og karlkyns?

„Munurinn á stjórnendum fer ekki eftir kynferði, heldur greind einstaklingsins.“

Finnst þér að konur eigi að vinna meira saman til að koma sér á framfæri?

„Mér finnst að konur eigi að vinna saman, en það þýðir ekki að þær eigi að útiloka að vinna með körlum. Mér finnst gott þegar fólk hjálpast að, hvort sem það er til að koma sér eða öðrum á framfæri.“

Hverjir eru þínir bestu eiginleikar?

„Mínir bestu eiginleikar eru margir, en ég kann ekki að nefna þá. Ef þeir væru ekki margir væri ég leið og sár út í skaparann. En ég er hvorugt.“

Hvað einkennir góðan stjórnanda?

„Það sem einkennir góðan stjórnanda er að vita að það er ekki góður samningur sem skilur annan eftir með pálmann í höndunum en hinn er ósáttur við að bera skarðan hlut frá borði.“

Hver eru algengustu mistök sem konur gera á vinnumarkaði?

„Algengustu mistök sem konur gera á vinnumarkaði eru sennilega þau að tala ekki sínu eigin máli, vera sjálfum sér sannar og trúar og taka sér það pláss sem þær þurfa. Þessi mistök gætu karlar allt eins gert.“

Í hvaða starfi værir þú ef þú værir ekki í núverandi starfi?

„Ef ég væri ekki húsmóðir væri ég að gera mynd eða bók.“

Eva María Jónsdóttir.
Eva María Jónsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda