Brynja Bragadóttir, doktor í vinnu- og heilsusálfræði hjá Greiningu og lausnum, segir að einelti sé alvarlegt vandamál á vinnustað og geti komið upp í öllum félagslegum aðstæðum.
„Þegar einelti á sér stað á vinnustað, þá hefur það áhrif á marga, einkum þolendur og þá sem verða vitni að því. Rannsóknir sýna að 4-6% fólks á íslenskum vinnumarkaði verði fyrir einelti á vinnustað. Þetta hlýtur að teljast heldur hátt hlutfall, t.d. miðað við að um 1-2% vinnandi fólks verða fyrir kynferðislegri áreitni. En hvað er einelti? Hvað er átt við þegar talað er um einelti á vinnustað?
Í reglugerð nr. 1000/2004 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað er að finna eftirfarandi skilgreiningu: „Síendurtekin hegðun sem er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta.“ Þessi skilgreining er mest notuð á Íslandi í dag, en ýmsar aðrar skilgreiningar eru til. Það sem allar skilgreiningar eiga sameiginlegt er að fjallað er um endurtekna hegðun sem hefur neikvæð áhrif á þann sem fyrir henni verður,“ segir Brynja.
Andlegt einelti algengast
„Þó svo að einelti geti verið líkamlegt, þá er það langoftast andlegt (síendurtekin gagnrýni, niðrandi athugasemdir, félagsleg útilokun o.fl.). Þá er oftast um að ræða hegðun sem veldur þolanda andlegum skaða (kvíða, skertu sjálfstrausti o.s.frv.). Þar sem einelti er oftast andlegt getur verið erfitt að greina það. Stundum geta liðið margir mánuðir og jafnvel ár þar til einhver (annar en þolandi) verður þess var.“
Brynja segir að þeir sem stundi einelti geti verið í hvaða stöðu sem er á vinnustaðnum. Yfirmenn leggi jafnmikið í einelti og samstarfsfélagar og undirmenn þolenda.
„Rannsóknir sýna þó að gerendur séu oftast yfirmenn. Þá sýna rannsóknir að konur stundi frekar í einelti en karlar. Annað sem rannsóknir hafa sýnt er að þeir sem lenda í einelti eru oft hæfir og duglegir starfsmenn. Líkt og með gerendur, þá eru þolendur eineltis oftar konur en karlar.“
Hver eru áhrif eineltis? „Áhrif eineltis á heilsu og líðan þolenda eru vel þekkt. Dæmi um líkamleg áhrif eru lystarleysi eða ofát, erfiðleikar með svefn eða of mikil svefnþörf, höfuðverkir, magaverkir og önnur líkamleg streitueinkenni. Einnig getur einelti haft áhrif á fíknir, svo sem áfengis- og lyfjafíkn. Dæmi um andleg áhrif eru reiði, gremja og hjálparleysi. Þessi áhrif sem gera oft fljótt vart við sig (skömmu eftir að eineltið fer af stað). Áhrif sem komið geta seinna (þegar eineltið hefur varað í einhvern tíma) eru t.d. kvíði, skert sjálfstraust og þunglyndi. Þá má ekki gleyma neikvæðum áhrifum eineltis á vinnustaðinn. Dæmi um slík áhrif eru versnandi starfsandi og dvínandi framleiðni eða afköst.“
Hvernig veistu hvort þú ert lagður/lögð í einelti? „Vert er að taka fram að einelti er ekki alltaf meðvitað. Engu að síður eru áhrifin oft alvarleg og því mikilvægt að taka á því komi það upp á vinnustaðnum. Ef þú getur svarað annarri af eftirfarandi spurningum játandi, þá er mögulegt að þú sért þolandi eineltis:
Hafir þú svarað ofangreindum spurningum játandi, hvað getur þú gert?“
Hvernig áttu að bregðast við og hvað getur þú gert? Ef vinnustaðurinn þinn er með stefnu gegn einelti þá skaltu fylgja henni (leiðbeiningum um það hvernig þolendur skulu bregðast við). Ef vinnustaðurinn er ekki með stefnu, þá getur þú ef til vill tekið eftirfarandi skref:
Hvað áttu að gera ef þú verður vitni að einelti? „Einelti hefur ekki aðeins áhrif á þolandann, heldur á alla á vinnustaðnum. Ef þú verður vitni að einelti, láttu þolandann vita að þú sért til staðar fyrir hann. Gerðu honum/henni ljóst að þú viljir hjálpa honum. Hvettu hann til að grípa til aðgerða. Einnig getur hjálpað að segja honum frá greinum (eins og þessari) um einelti á vinnustað.
Mest er um vert að þolandinn finni að hann sé ekki einn!“