Fylgjandi innri fegrunaraðgerðum

Elmar Hallgríms Hallgrímsson lektor við Háskóla Íslands, lögmaður og þjálfari …
Elmar Hallgríms Hallgrímsson lektor við Háskóla Íslands, lögmaður og þjálfari hjá Dale Carnegie. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lektor við Háskóla Íslands, lögmaður og þjálfari hjá Dale Carnegie, hefur það lífsmottó að vera hann sjálfur, því allir aðrir séu fráteknir.

Hvernig Facebook-týpa ertu? Jákvæð týpa.

Hvað fær þig til að hlæja? Börnin mín.

Hvaðan færðu innblástur? Úr Dale Carnegie-fræðunum.   

Hefurðu hent einhverju sem þú sérð rosalega eftir? Já, rauðum buxum sem eru stórkostlegar í minningunni.

Ef þú mættir koma með leynigest í matarboð, hvern myndir þú taka með þér? Óttarr Proppé og svo myndum við syngja saman eftir matinn.

Lætur þú drauma þína rætast? Já, eins oft og ég get.

Borðarðu morgunmat? Já, og mikið af honum.

Hvað myndir þú aldrei gera? Teygjustökk væri of mikið fyrir mitt litla hjarta.

Í hvern hringir þú oftast og af hverju? Konuna mína, ég treysti mikið á hana.

Hvort hugsar þú meira með hægra eða vinstra heilahvelinu? Vinstra, er alltof mikið excel skjal.

Hvað borðar þú á sunnudögum? Ég fer ansi oft á American Style.

Hvað er þitt „guilty pleasure“? Súkkulaðirúsínur, þær eru hættulegar.

Áttu líkamsræktarkort? Já. Ég refsa lóðunum reglulega.

Ef þú mættir gera gamaldags símaat, í hvern myndir þú hringja og hvað myndir þú segja í símann?  Mömmu mína, sem er með skartgripaverslun á Laugavegi. Ég myndi þykjast vera þýskur ferðamaður sem kom í búðina og á afar bjagaðri ensku myndi ég biðja hana að senda mér áritaða mynd af sjálfri sér til Þýskalands.

Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum? Bæði klassískur og djarfur.

Tekurðu áhættu þegar útlitið er annars vegar? Já, þar er ég á ystu brún.

Ertu með eða á móti fegrunaraðgerðum? Mjög fylgjandi innri fegrunaraðgerðum, að fólk sé stöðugt að bæta sig.

Hvað er það fyndnasta sem þú hefur lent í? Það var í senn vandræðalegt og fyndið þegar ég fór í alvöru klósettferð í einu hléi þegar ég var að kenna og steingleymdi að slökkva á hljóðnemanum. Nemendur fengu því að heyra alls konar hljóð frá mér þegar allt gekk yfir.

Uppáhaldshlutur? Tölvan mín er ansi mikilvæg.

Helsta fyrirmynd þín í lífinu? Afi minn var mikil fyrirmynd. Þá er ég alveg heillaður af lífsspeki Dale Carnegie.

Hverju myndirðu breyta í lífi þínu ef þú gætir? Flytja til Sauðárkróks.

Hefurðu gert eitthvað sem þú sérð eftir? Hætti alltof ungur í dansi.  Þar voru til staðar miklir hæfileikar sem eru að mestu leyti horfnir í dag.

Það besta við Ísland? Íslenska vatnið. Eftir að hafa búið í Bandaríkjunum þá kann ég virkilega að meta þennan dásamlega drykk.

Það versta við Ísland? Það er ekkert slæmt við þetta frábæra land, veðrið mætti þó stundum vera betra

Lífsmottó?  Vertu þú sjálfur, allir aðrir eru fráteknir.

Elmar Hallgríms Hallgrímsson.
Elmar Hallgríms Hallgrímsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda