Það var stemning í Eymundsson í Austurstræti þegar Ragnar Jónasson fagnaði útkomu bókar sinnar Andköf. Höfundur bókarinnar er lögmaður sem skrifar í frístundum en fyrri bækur hans hafa fallið í góðan jarðveg hjá lesendum bæði hérlendis og erlendis.
Í Andköfum fjallar Ragnar um sorgaratburð sem gerist nokkrum dögum fyrir jól þegar ung kona finnst látin undir klettum í Kálfshamarsvík, rétt norðan Skagastrandar, þar sem áður stóð þorp. Ari Þór Arason lögreglumaður fer á Þorláksmessu til að rannsaka málið og kemst að því að bæði móðir og barnung systir hinnar látnu hröpuðu fram af þessum sömu klettum aldarfjórðungi áður.
Þeir fáu sem enn búa á staðnum virðast allir hafa eitthvað að fela og áður en jólahátíðin gengur í garð dynur ógæfan aftur yfir.