„Góður rónafílingur í þessari úlpu“

Arnar Rósenkranz trommari hljómsveitarinnar Of Monsters and Men er alltaf …
Arnar Rósenkranz trommari hljómsveitarinnar Of Monsters and Men er alltaf í sömu úlpunni.

Uppáhaldsflík Arnars Rósenkranz trommara í Of Monsters and Men er úlpan Arnarhóll frá 66 Norður.

„Ég er eiginlega alltaf í þessari úlpu. Enda fíla ég hvað hún er síð og voðalega kósí yfir rassinn. Hún er hlý en ekki of hlý, þannig að það er líka hægt að vera í þykkri peysu undir henni,“ segir Arnar Rósenkranz Hilmarsson, trommari í Of Monsters and Men.

„Mér finnst líka gott að vera í henni þegar ég fer út að ganga með hundana mína í Garðabæ. Það eru þrír Golden Retriever, þeir Merkúr, Dýri og Esja. Á undanförnum mánuðum höfum við í Of Monsters and Men spilað í um 50 löndum í fimm heimsálfum þannig að úlpan hefur verið víðar en bara í Garðabæ. Það er einhver góður rónafílingur í þessari úlpu sem fær mann til að slappa af, enda heitir hún Arnarhóll. Þetta er bara frábær úlpa,“ segir Arnar og brosir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda